Fram þjáðar kýr í þúsund löndum, sem þekkið loftslags glímutök!

Nautgripir eru verstu glæpadýr jarðar sem ógna tilvist jarðarinnar bara með því að vera til að sögn loftslagssérfræðinga. Núna vinna sænskir ​​vísindamenn að því að rækta loftslagsvænar kýr sem losa minna metan þegar þær prumpa og ropa.

Í gegnum hið umfangsmikla verkefni „Global Methane Genetics Initiative“ verða yfir 100.000 kýr og kindur vandlega greindar – til að finna þær sem sleppa frá sér minnsta metan.

Að sögn Tomas Klingström, umsjónarmanns hjá bændaháskólanum er markmiðið að draga úr losun um 25% á 25 árum, sem hann segir „algjörlega raunhæft.“

Til að ná þessu markmiði hafa vísindamenn þegar uppgötvað að mismunandi kýr framleiða mismunandi magn af metani. Þær upplýsingar eru notaðar til að velja loftslagsvænstu kýrnar til undaneldis, þ.e.a.s. þær sem prumpa og ropa minnst. Klingström segir alvarlegur á svipinn við sænska ríkismiðilinn SVT :

„85% af lofttegundum kúa fara út með ropinu og 15% fara út um afturendann.“

Í tilefni alþjóðadags jafnaðarmanna er ekki úr vegi að kyrja baráttusöng kúnna. Samfylkingin gæti tekið með sér Viðreisn út á Arnarhól, sveiflað kýrhornum og hölum og kyrjað:

Fram, þjáðar kýr í þúsund löndum,
sem þekkið loftslags glímutök!
Nú bárur metans brotna á ströndum,
boða hlýnun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Prumpum enn þá minna í dag –
Vér bárum fjötra og brátt nú hljótum
að verða kolefnislausum í hag!

Fara efst á síðu