16:26 Uppfærð frétt: Skömmu eftir að þessi frétt birtist bárust þau skilaboð frá teymi Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, að forsetinn muni tilnefna Michel Barnier til forsætisráðherra Frakklands. Vinstri menn munu mótmæla tilnefningunni núna á laugardaginn 7. september.
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, fyrrverandi Rothschild bankastjóri, gæðingur glóbalismans, rígheldur í völdin þrátt fyrir svíðandi ósigur í frönsku kosningunum. Flokkur Macron hrundi úr 289 sæta meirihluta niður í 123 þingsæti og enn er Frakkland án forsætisráðherra átta vikum eftir þingkosningar.
Í grein í Unherd er þeirri spurningu varpað fram, hvort Macron sé í valdmisbeitingu gegn frönsku stjórnarskránni:
„Stærsta bandalagið á þinginu – Nýja lýðfylkingin (NFP) – lagði til Lucie Castets (fv fjármálastjóra Parísarborgar) sem forsætisráðherra. Macron hafnaði henni nýlega sem olli mikilli reiði vinstri manna og ásökunum um að Macron gerðist sekur um valdarán. Jean-Luc Mélenchon, leiðtogi hins róttæka La France Insoumise (LFI), vill að forsetinn verði kærður og Fabien Roussel, leiðtogi kommúnista, kallar á stórfelld mótmæli gegn forsetanum.“
Franska stjórnarskráin segir ekki, að stærsti þingflokkurinn skuli tilnefna forsætisráðherra – nema að flokkurinn hafi hreinan meirihluta.
„Að kæra Macron krefst tvo þriðju hluta þingsins. Það geta vinstrimenn ekki fengið nema að sameina alla stjórnarandstöðuna, þar á meðal hægrisinnaða óvini sína. Verkföll, göngur og óeirðir munu líklega ekki virka heldur. Macron lifði af Gilets Jaunes mótmælin, þannig að hann er líklegur til að lifa af reiði NFP.“
Ef Frakkland logar að nýju fengi Macron tækifæri til að stjórna með forsetatilskipun.
„Ef Macron víkur sig ekki fyrir vinstri mönnum eða semur við Marine Le Pen sem er enn þá ólíklegra, þá hefur Frakklandsforseti aðeins eina leið í stöðunni: Að halda áfram að stjórna gegnum starfandi forsætisráðherra. Því lengri tíma sem starfandi ríkisstjórn situr, þeim mun meira mun það líkjast varanlegu fyrirkomulagi. Þá myndu ásaknir um valdarán forsetans öðlast trúverðugleika, þar sem hann nýtur aðeins stuðnings166 af 577 þingmönnum þjóðþingsins.“
74% Frakka treysta því ekki að Macron virði lýðræðið
Könnun Le Figaro sýnir, að 74% Frakka treysta því ekki, að Macron styðji ríkisstjórn sem samsvarar niðurstöðum kosninganna.
Le Monde segir, að Frakkland sé komið í „áður óþekkta og hættulega pólitíska stöðu sem ógni með stöðnun vegna þrjósku forsetans um að halda völdum eins lengi og mögulegt er.“
Macron neitar að játa sig sigraðan og lætur eins og engin breyting hafi átt sér stað í kjörklefanum. Búast má við að upp úr sjóði haldi forsetinn áfram uppteknum hætti.