Spenna litaði andrúmsloftið í París í lok apríl, þegar þúsundir mótmælenda fóru út á götur og andmæltu harðlega áætlun Macrons forseta um að senda franska hermenn til Úkraínu sem hluta af „Bandalagi hinna viljugu.“

Mótmælendur beindu reiði sinni að ESB og Nató og vöruðu við því að Frakkland gæti dregist inn í Úkraínustríðið. Áhyggjur almennings af fjöldakvaðningu í franska herinn og ásakanir um að stríðsbrjálæðingurinn Macron noti ESB til að grafa undan allri viðleitni til friðar einkenndu hin hörðu mótmæli. Vígorð voru kölluð og á spjöldum mátti lesa „Macron, farðu sjálfur til Úkraínu,“ „Við viljum ekki deyja fyrir Úkraínu“ og „Hættið að senda vopn til Kænugarðs.“ Frakklandsforseti segist hlynntur því að Nató sendi hermenn til Úkraínu.

Mótmælendur krefjast friðarviðræðna og að Frakkland sé hlutlaust. Frakkar gefa stríðsæsingarstefnu Macron vísifingurinn og ef hann gerir alvöru úr því að senda franska hermenn til Úkraínu má búast við nýrri öldu mótmæla og jafnvel óeirða sem muni slá til baka á frönsku ríkisstjórnina.