Fósturvísahneyksli Svíþjóðar…. og Íslands

Sænska sjónvarpið SVT og „Uppdrag Granskning“ hafa í fleiri þáttum tekið fyrir myndun ólöglegra fósturvísa með stolnu sæði meðal annars frá sænskum hermönnum sem talin var trú um að þeir tækju þátt í rannsóknarverkefni háskólasjúkrahússins í Uppsölum en fréttu síðar að þeir væru feður barna án vitundar eða leyfis. Sama var upp á teningnum í sjúkrahúsi í Halmstad þar sem um níu börn fæddust án vitundar eða samþykki lífföðursins. Í Norður-Svíþjóð gerðist læknir sjálfur líffaðir fjölda barna með tilbúnum fósturvísum.

Sameiginlegt með öllum þessum málum er að einfalt DNA-próf hefur sannreynt lífföður barns sem er sama eðlilega lágmarkskrafa og hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason hafa farið fram á að verði gerð til að hægt sé að eyða vafa um 19 stolna fósturvísa og tugi horfinna eggja í meðferð Art Medica síðar Livio Reykjavík. Einn líffaðir barns í Halmstad kærði brot sænska ríkisins á mannréttindum sínum til Evrópudómstólsins sem hefur málið til meðferðar.

SVT Uppdrag granskning hefur gert nokkra þætti um sænsk fósturvísamál, þar sem lög hafa verið brotin og ólöglegir fósturvísar verið skapaðir og börn fæðst sem þurft hefur að sanna með DNA prófum hver faðirinn væri í raun og veru. Fyrsti þátturinn fjallaði um þjófnað á sæði sem læknir sem núna er látinn stal til að búa til fósturvísa á síðustu áratugum fyrri aldar. Tók hann sæði frá mönnum sem höfðu reynt að eignast börn án þeirra vitundar til að búa til fósturvísa með eggjum annarra kvenna.

Fósturvísahneykslið á lénssjúkrahúsinu í Halmstad

Ár 1985 komu ný lög í Svíþjóð sem banna nafnlausa sæðisgjafa. Læknirinn í Halmstad sagði í blaðaviðtali þá, að „erfiðara væri að fá sæðisgjafa“ eftir tilkomu laganna. Þá sýndi sjónvarpið fram á með einföldum DNA rannsóknum, að læknirinn hafði stolið sæði frá að minnsta kosti fimm gjöfum. Einn þeirra Bengt reyndi að eignast barn með konu sinni og frétti 31 ári síðar að hann væri líffaðir Rebekku sem fæddist átta mánuðum áður en honum tókst að eignast barn með konunni sinni. Hann sagði að fréttin hefði algjörlega umturnað lífi sínu: „Ég hef verið rændur.“

Upp komst um önnur sambærileg mál hjá lénssjúkrahúsinu í Halmstad að menn sem reyndu að eignast börn með eiginkonum sínum urðu feður barna hjá öðrum konum sem reyndu að eignast börn. Í þessum tilvikum er ekki um almenna sæðisgjafa að ræða heldur menn í sambúð sem hafa gefið heimild til fósturvísa með konum sínum og engum öðrum. Er um eitt stærsta hneykslismál í sögu Svíþjóðar að ræða og allt að 50 börn komið til í umsjón sama læknis sem núna er látinn. Gögn sjúkrahússins eru af skornum skammti og DNA próf það eina sem getur leitt í ljós hver er faðir barnanna.

Samkvæmt lögum eiga börn rétt á að vita um uppruna sinn, þegar þau verða eldri og sjúkrahúsið ber skylda til að láta þau vita um þær upplýsingar sem eiga að vera skráðar í sjúkraskrám sjúkrahússins í 70 ár. Mikill brestur hefur verið á sjúkraskránum og því geta rangfeðruð börn verið mörgum sinnum fleiri en þau sem sænska sjónvarpið hefur tekist að sýna fram á.

Kærði málið til Evrópudómstólsins

Zedrov Paic ásamt dóttur sinni Emelie Persson eftir að þau fengu vitneskju um að hann væri líffaðir Emelie. (Skjáskot SVT).

Annar maður Zedrov Paic varð faðir án vitundar sinnar og hefur kært málið til Evrópudómstólsins. „Við sjáum til hvort réttlætið muni sigra“ segir hann við SVT. Hann kærði málið innanlands í Svíþjóð en varð ekki ágengt „því málið var fyrnt“ sögðu sænsk yfirvöld. Lögmaður hans, Alexander Ottosson, sagði í samtali við SVT:

„Það á að vera sjálfsagður hlutur, að hið opinbera megi ekki nota æxlunarfrumur einstaklinga án samþykkis þeirra. Það er líka mikilvægt, að Evrópudómstóllinn segi að glæpir gegn mannréttindum geti ekki fyrnst áður en viðkomandi veit að glæpur gegn mannréttindum hefur verið framinn.“

Sjónvarpið leiddi saman Zedrov Paic með dóttir sinni Emelie Persson og eftir DNA próf sannreyndist að hann var líffaðir hennar. Það er áhrifaríkt að fylgjast með kynnum föður og dóttur 30 árum eftir fæðingu hennar en hún leitaði að uppruna sínum, því hún vildi vita hver væri faðir hennar. Síðar kom í ljós að eldri bróðir hennar var einnig sonur annars manns sem læknirinn hafði stolið sæði frá við gerð fósturvísa.

Fósturvísahneykslið á háskólasjúkrahúsinu í Uppsala

Prófessor Carl Gemzell varð heimsfrægur við að hjálpa barnlausum konum að eignast börn. Engan grunaði þá að hann stal sæði sænskra hermanna til að framleiða fósturvísa en hermönnunum var sagt að þeir væru þátttakendur í framþróun læknavísandanna með rannsóknum háskólasjúkrahússins í Uppsala.

Prófessor Carl Gemzell varð heimsþekktur fyrir sérstaka aðferð til að hjálpa barnlausum konum að eignast börn. Hann stjórnaði rannsóknarverkefnum við háksólasjúkrahúsið á 7. og 8. áratug síðustu aldar og voru sænskir hermenn fengnir til aðstoðar og sagt að sæði þeirra yrði einungis notað við þessar rannsóknir. Sænska sjónvarpið sýndi fram á, að sjúkrahúsið blekkti hermennina, því læknirinn bjó til fósturvísa fyrir konur og fyrir ári síðan var vitað um að minnsta kosti þrjú slík börn. Sjónvarpið hafði samband við 256 menn í herskyldu á tímabilinu og 41 þeirra tóku þátt í rannsóknarverkefnunum. Núna sýna DNA-próf að þrír þeirra eru án leyfis líffeður þriggja barna.

Carl Gemzell hefur verið stórt nafn við sjúkrahúsið og núverandi stjórn sjúkrahússins hefur átt í vandræðum með að meðhöndla þessar upplýsingar, að hann hafi framleitt ólöglega fósturvísa sem orðið hafa að börnum. Anna-Karin Wikström hjá sjúkrahúsinu segir gögn horfin og eyðilögð frá þessum tíma sem gæti verið ólöglegt. Sjúkrahúsið ætlar ekki að láta fara fram rannsókn á þessum ólöglega framleiddu fósturvísum á þessum tíma.

Fósturvísahneykslið í Norður-Svíþjóð

DNA próf breytti lífi Jenni King frá Ulricehamn í Norður-Svíþjóð. Í ljós kom að hún var ekki líffræðileg dóttir föður síns heldur var líffaðir hennar læknirinn sem bjó til fósturvísi fyrir móður hennar og notaði í leyni sitt eigið sæði. Læknirinn er yfir 90 ára gamall í dag og hann segir við SVT að hann hafi ekki gert neitt rangt. Fram að þessu hafa sjö börn fengið að vita að læknirinn er faðir þeirra en læknirinn tók á móti konum sem áttu í erfiðleikum með að eignast börn. Læknirinn viðurkenndi í viðtali við SVT að hann hafi notað eigið sæði og sagði:

„Hvers vegna að vera að grafa í því sem við gerðum fyrir 40-50 árum síðan?“

Mörg barnanna hafa verið í sama skóla, leikið sér saman án þess að hafa hugmynd um að þau voru hálfsystkin. Hneykslið í Norður-Svíþjóð er engan veginn leyst og enginn veit eiginlega hversu mörg börn læknirinn er líffaðir að. Í svipuðu dæmi í Kanada var læknir dæmdur ár 2021 til að greiða fjölskyldum barna sinna himinháar skaðabætur vegna svikanna.

Einfalt DNA próf er allt sem þarf til að sannleikurinn verði ljós

Hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason hafa stigið á auma tá læknamafíunnar á Íslandi með eðlilegri, saklausri grennslan eftir 19 horfnum (stolnum) fósturvísum í þeirra eigu. Þau hafa óskað eftir DNA rannsókn til að komast til botns í því, hvort geti verið að læknarnir sem þau treystu til að aðstoða sig við barneign, hafi selt fósturvísana áfram til annarra Íslendinga. Yfirvöld svara með ferðabanni og hótunum um að fangelsa hjónin ef þau leggi ekki málið niður.

Lénsyfirvöld í Norður Svíþjóð hafa beðist afsökunar á glæpum læknisins og hafa opnað sérstaka móttöku fyrir fólk til þess að rannsaka lífforeldra þess.

DNA segir ótvíræðan sannleikann og er sjálfsögð krafa sem íslensk yfirvöld neita að verða við með offorsi, lygum og ofbeldi gagnvart hjónunum Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnari Árnasyni. Hjónin leita sannleikans í stærsta fósturvísamáli á Íslandi sem afhjúpar djúpa spillingu læknastéttarinnar og heilbrigðisyfirvalda á Íslandi. Gerræðisleg framkoma yfirvalda sem eiga að tryggja mannréttindi á Íslandi er slík að halda mætti að öll læknastéttin og heilbrigðisyfirvöld séu samsek læknunum sem tóku 19 fósturvísa þeirra hjóna.

Hvenær ætla yfirvöld á Íslandi að ranka við sér? Er það yfirleitt orðin borin von að íslensk yfirvöld sinni mannréttindaskyldum sínum?

Sjá nánar hlekki á umfjöllun sænska sjónvarpsins um sænsku fósturvísahneykslin.

Fara efst á síðu