Fólk í Evrópu hefur fyllst andúð því sem Evrópusambandið er orðið

Valdaelíta ESB heldur áfram eyðileggingarstefnu sinni í Evrópu. En gagnrýnin er til staðar og vex með hverjum deginum. Að sögn frönsku ESB-þingkonunnar Sarah Knafo hefur framkvæmdastjórn ESB farið svo mikið út af sporinu að almennir borgarar hafa fengið megnustu andúð á Evrópusambandinu.

Fyrr í vikunni greiddi Evrópuþingið atkvæði með nýrri framkvæmdastjórn ESB undir áframhaldandi forystu Ursula von der Leyen. Ekki er kosið um hvern fulltrúa fyrir sig heldur alla framkvæmdastjórnina í einum pakka. Og von der Leyen sætir harðri gagnrýni.

Franska ESB-þingkonan Sarah Knafo gagnrýndi framkvæmdastjórn EESB og forseta hennar harðlega eins og sjá má á myndskeiði að neðan. Hún sagði að vegna þess hvernig ESB er stjórnað, þá hafi almenningur í Evrópu engan áhuga á vali framkvæmdastjórnarinnar. Hún gagnrýndi von der Leyen:

„Þér hefur tekist að vekja andúð almennings á evrópskum stofnunum með baktjaldamakki, hlutdrægum útreikningum og kerfisbundinni hræsni. Fólk hefur engan áhuga að vita hver er skipaður framkvæmdastjóri eða hvers vegna. Evrópu hefur á síðustu fimm árum verið breytt í kæfandi, hættulega, staðnandi Evrópu.“

Sarah Knafo sagði að hún myndi reyna að stöðva þessa þróun. Hún ætlar ekki að láta Evrópu breytast í „einskis verðan, sálarlausan stað“ þar sem „duttlungar ESB-elítunnar ræður för og siðferði.“ Hún sagði:

„Við sem erum hér og virðum sannleikann og frelsið, munum rjúfa þögnina sem umlykur stofnun þína. Þú munt örugglega vinna þessar kosningar en þú munt tapa öllu öðru. Næstu fimm árin munum við ekki gefa þér neinn grið. Við munum ekki lengur leyfa þér að stjórna í myrkri. Við munum beina kastljósi að gjörðum þínum. Almenningur í Evrópu verður að fá að vita sannleikann. Fólkið vill heyra sannleikann, það þarfnast sannleikans og á rétt á sannleikanum.“

Sjá má myndskeið með ræðu Sarah Knafo hér að neðan og þar fyrir neðan ræðu Ursula von der Leyen:

Fara efst á síðu