Fólk frá Afríku stærsti erlendi hópurinn í manndrápum í Svíþjóð

Fólk sem fætt er í Afríku kemur mjög við sögu bæði sem fórnarlömb og gerendur dauðlegs ofbeldis í Svíþjóð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sænska glæpavarnaráðsins, Brå, sem segir að fólk með „erlendan bakgrunn“ standi fyrir um það bil helming þessara glæpa.

Brå hefur kortlagt manndráp á árunum 2005 til 2021 út frá bakgrunni, efnahag og fyrri sakaskrá gerenda og þolenda.

Stofnunin skilgreinir „erlendan bakgrunn“ á þröngan hátt sem fólk sem annað hvort er fætt erlendis eða í Svíþjóð með tvo foreldra sem eru fæddir erlendis. Það þýðir að þriðju kynslóðar innflytjenda og fólk með annað foreldrið af erlendum uppruna eru ekki talin með með. Engu að síður eru tölurnar um þátt innflytjenda í glæpamálum sláandi.

Samkvæmt skýrslunni er það aðallega ungir karlmenn sem fæddir eru í Afríku sem eru líklegastir til að myrða eða verða fórnarlömb manndrápa. Í skýrslunni segir að „fólk sem fætt var í Afríku var stærsti hópurinn í öllum aldurshópum.“

Meðal 20–24 ára fæddra í Afríku voru 175 gerendur drápa á hverja 100.000 íbúa sem er hæsta hlutfallið í rannsókninni.

Afríkuhópurinn sker sig einnig úr meðal fórnarlamba, því 161 fórnarlömb af hverjum 100.000 á aldrinum 16–19 ára er fólk frá Afríku. Bera má það saman við að meðal innfæddra Svía er hlutfallið í sama aldurshópi einungis 15 af hverjum 100.000.

Miðað við glæpahópana sjálfa eru tölurnar sláandi: 80% þeirra sem eru drepnir og 64% þeirra sem drepa eru af erlendum uppruna. Tekið saman í heildina miðað við gefna skilgreiningu, þá eru 49% fórnarlamba glæpa og 43% gerenda af erlendu bergi, þrátt fyrir að hópurinn sé aðeins 21% íbúanna.

Brå bendir á að hlutfall fólks með erlendan bakgrunn hafi aukist í gegnum tíðina, ekki síst meðal ungra fórnarlamba.

Skýrslan byggir á greiningum á 1.521 fórnarlömbum og 1.175 gerendum í Svíþjóð á árunum 2005–2021. Skýrslan er á sænsku hér að neðan:

Fara efst á síðu