Fréttakonan Erin Burnett hjá CNN er gagnrýnd eftir að hún lýsti Shane Tamura – manninum sem skaut fjóra til bana í New York – sem „hugsanlega hvítum“ í beinni útsendingu. Árásarmaðurinn var í raun svartur. Samkvæmt lögreglunni átti hann við geðræn vandamál að stríða.
Shane Tamura, 27 ára, gekk inn í bygginguna á Park Avenue 345 á Manhattan, þar sem fjármálarisinn Blackstone og NFL eru með skrifstofur, vopnaður AR-15 hálfsjálfvirkum riffli, á mánudaginn.
Hann drap þrjá óbreytta borgara og einn lögreglumann áður en hann skaut sig til bana.
Í útsendingu stuttu eftir árásina sagði Erin Burnett hjá CNN að lögreglan vissi að gerandinn væri „maður með sólgleraugu, yfirvaraskegg og hugsanlega hvítur.“
Myndu sem dreift var á samfélagsmiðlum sýndu þó að gerandinn var allt annað en hvítur.
Fréttamennska CNN hefur vakið sterk viðbrögð á netinu og margir telja að Burnett hafi verið of fljót að draga ályktanir um þjóðerni gerandans. Aðrir sjá mistökin sem staðfestingu afstöðu sjónvarpsstöðvarinnar gegn hvítum.
Sagt er að Shane Tamura hafi verið hálfur svertingi og að hálfu japanskur.
