Fjallkona Þjóðólfs ber kross um háls, sér til verndar, þjóð sinni og Íslandi. Fjallkonan með gjósandi ískórónu á höfði heldur um sverð andans Guðs orð og í hinni hönd bókmenntaarf þjóðar sinnar með borða í íslensku fánalitunum um lendar. Hrafn er á öxl Óðins forni vinur og skáldanna eftirlætisgoð, fjölkunnugur. Fjallkona Þjóðólfs er móðir vor kær, rótföst í kristinni siðmenningu eins og formæður hennar. Hún þekkir texta Páls postula ritaðan fyrir tvö þúsund árum til Efesusmanna 6:11-18. Einhver stórbrotnustu orð sem nokkru sinni hafa verið færð í letur. Fjallkonan Þjóðólfs móðir íslenskrar þjóðar fylgir ráðum Páls postula:
… Hún klæðist alvæpni Guðs til þess að geta staðist vélabrögð djöfulsins. Því baráttan, sem hún á í er ekki við menn af holdi og blóði, heldur tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við anda vonskunnar. Hún tekur því alvæpni Guðs til þess að geta veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli þegar allt er sigrað.
Fjallkonan stendur gyrt í sanneika um lendar klædd brynju réttlætis og skóuð á fótum með fúsleik til þess að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Hún ber skjöld trúarinnar sem slekkur hin eldlegu skeyti hins vonda. Hún ber hjálm hjálpræðis og sverð andans sem er Guðs orð. Hún fer með bænir og beiðnir á hverri tíð í anda.
Fyrirmynd Fjallkonu Þjóðólfs birtist fyrst á prenti 1866 í íslenskum þjóðsögum á ensku, Icelandic Legends þýðingum Eíríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge og Georges E.J. Powell. Fjallkona þeirra er á forsíðu glæsilegrar bókar sem kom út fyrr á árinu í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur öllum ókeypis til afhendingar. Ólöf Ingibjörg Baldursdóttur grafískur hönnuður í Svíþjóð, eiginkona Gústafs A. Skúlasonar er hönnuður Fjallkonu Þjóðólfs.