Fimm af hverjum sex Svíum eru á móti hernaðarsamningnum við Bandaríkin

Pål Jonson varnarmálaráðherra Svíþjóðar og Lloyd James Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna við undirskrift varnarsamnings ríkjanna í desember s.l. (Mynd: Bandaríkjaher).

Mikill meirihluti sænsku þjóðarinnar er á móti gildingu varnarsamnings Svíþjóðar við Bandaríkin. Kemur það fram í könnun sem Novus gerði á vegum sænska friðarráðsins. (Greinin birtist upprunalega í júní á gustafadolf.com).

84% aðspurðra segjast ekki vilja, að erlent ríki fái að nota sænskar herstöðvar fyrir vopn og hergögn án eftirlits. 72% vilja ekki, að Svíar geri varnarsamning án þess að hann innihaldi rétt Svíþjóðar til að neita að vista kjarnorkuvopn í Svíþjóð. Aðeins 29% vilja, að erlent ríki fái að nota sænskt landsvæði til árása á önnur lönd. 76% svarenda vissu ekki hvað DCA er, sem er enska skammstöfunin á varnarsamningnum „Defence Cooperation Agreement.“

Einungis birt á vefsíðu sænska friðarráðsins

Könnunin er eingöngu birt á vefsíðu sænska friðarráðsins. Það er ekki til dæmis ekki hægt að finna hana á heimasíðu Novus. Hjalmar Strid hjá Novus segir í viðtali við Samnytt:

„Viðskiptavinurinn sér sjálfur um birtingu, þar sem hann á efnið…Við gefum aldrei út niðurstöður. Það var ég sem gerði könnunina. Eftir því sem ég hef séð, þá hafa þeir birt réttar tölur.“

Novus könnunin var gerð á tímabilinu 23. – 30. maí 2024. 1.107 einstaklingar sem voru valdir af handahófi voru beðnir um að svara spurningunum.

Kemur ekki á óvart

Formaður sænska friðarráðsins, Hans Öhrn, segir við Samnytt að niðurstöður könnunarinnar komi ekki á óvart:

„Þetta kemur eiginlega ekki á óvart. Það er eðlislæg viðbrögð flestra, að þeir vilja sjálfir ákveða hvað gert er við eigið landssvæði og að enginn annar fái að gera það.“

„Hins vegar eru margir sem skilja ekki að DCA fjallar einmitt um það. Þeir halda að þetta sé einhvers konar varnarsamstarf sem tengist Nató og eigi að vernda okkur fyrir Rússum. Þess vegna gerðum við þessa könnun og hún sýnir að fáir vilja hafa erlendar herstöðvar í landinu.“

Sænska þingið greiðir atkvæði um DCA-varnarsamninginn við Bandaríkin 18. júní.

Fara efst á síðu