Farage bannað að ræða fjöldamorðingjann Rudakabana á breska þinginu

Hin hrottalega hnífaárás í borginni Southport, þegar ungur maður frá Afríku myrti þrjár ungar stúlkur, leiddi til mikilla mótmæla í Bretlandi. Núna hafa komið fram nýjar vísbendingar um morðinginn sem gefa aðra mynd af honum. Þegar Nigel Farage hefur beðið um svör frá stjórnvöldum um málið, þá er hann ritskoðaður.

Hversu mikið vissu bresk stjórnvöld undir stjórn Keirs Starmer forsætisráðherra um þær alvarlegu upplýsingar sem nú hafa komið fram um Axel Rudakabana, Rúandamanninn sem myrti þrjár stúlkur í bænum Southport í lok júlí? Nigel Farage og þingmenn úr umbótaflokki hans vilja fá svör við þeirri spurningu. Þetta eru svör við spurningum sem þeim hefur verið bannað að spyrja, segir í frétt The Telegraph.

Átakanleg sönnunargögn

Rudakabana hefur núna verið ákærður fyrir hryðjuverk eftir að lögreglan fann hið hættulega eitur rísin á heimili hans. Þeir fundu einnig þjálfunarhandbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda sem varpar nýju ljósi á morðingjann og ódæði hans sem olli miklum mótmælum gegn fjöldainnflytjendum og fjölmenningu. Rudakabana var önnur kynslóð innflytjenda, alinn upp í Bretlandi og ef hann hefði ekki verið handtekinn eftir fjöldamorðin í Southport hefði hann vel getað valdið hræðilegri hryðjuverkaárás.

Upplýsingarnar um þessi nýju sönnunargögnin voru birt opinberlega um þremur mánuðum eftir að Rudakabana var handtekinn. Spurningarnar sem Farage og flokksbræður hans vilja fá svör við er, hvað ríkisstjórnin, forsætisráðherrann og yfirvöld vissu um þetta og hversu lengi þau vissu um það.

Þegar umbótaþingmaðurinn Richard Tice (sjá mynd/Wikipedia) fékk tækifæri til að spyrja Starmer spurninga í neðri deild breska þingsins, varð ljóst að ríkisstjórnin vildi ekki svara þessum spurningum. Fyrir fyrirspurnatímann rigndi inn tölvubréfum frá þeim sem bera ábyrgð á neðri deild breska þingsins til að fá vitneskju um, hvaða spurningu hann ætlaði að spyrja. Hann fékk síðan símtal þar sem honum var skipað að spyrja ekki spurninga um Rudakabana.

Eyðileggja traustið á lýðræðinu

Farage er ekki hrifinn af afgreiðslu stjórnvalda á málinu og skrifar í The Telegraph að stjórnvöld eyðileggi bara lýðræðið og trú fólksins á því. Farage skrifar meðal annars:

„Ég tel að hin augljósa þögn skaði lýðræðið. Hún dregur án nokkurs vafa úr trausti almennings og það fær mig til að spyrja: Hver er tilgangurinn með því að vera fulltrúi almennings ef við fáum ekki að spyrja spurninga sem áður hefðu verið talist eðlilegar? Það er ómögulegt að benda á neitt annað en að verið sé að beita ríkisvaldinu til að meðhöndla þessa stöðu.“

Traust almennings á bresku ríkisstjórninni hefur hrunið að undanförnu. Vinsældir Keirs Starmer minnka jafnt og þétt og um 315 þúsund manns hafa skrifað undir kröfu um að hann segi af sér embætti.

https://twitter.com/Nigel_Farage/status/1852363555267318015
https://twitter.com/Telegraph/status/1852359524155380089
Fara efst á síðu