Þetta eru „vesalings vitleysingar og fábjánar“ sem hamra stöðugt á þessari svo kallaðri viðvörun um loftslagið. Í reynd leiðir það til þess að velferð landa er sóað í „fáránlega hluti.“ Orðin eru Donald Trumps í viðtali við Shawn Ryan Show (sjá myndskeið að neðan).
Nýkjörinn Bandaríkjaforseti, Donald Trump, rífur loftslagsmálin og „endurnýjanlega“ orkugjafa eins og vindorkuna gjörsamlega í tætlur í harðskeyttri gagnrýni í viðtalinu við Shawn Ryan.
Við áttum bara að eiga 12 ár eftir…..
Trump sagði meðal annars:
„Þegar ég heyri þessa vesalings bjána tala um hlýnun jarðar. Þeir segja það ekki lengur. Þeir kalla það loftslagsbreytingar, vegna þess að sumir hlutar jarðar eru kaldari, aðrir hlýrri. Þetta virkaði ekki… Fyrir mörgum árum kölluðu þeir þetta alþjóðlega kælingu. Þeir héldu að plánetan myndi frjósa, núna halda þeir að plánetan muni brenna upp. Við erum enn að bíða eftir þessum 12 árum… Þetta geggjaða fólk sem veit ekki neitt… spáði því, að við ættum 12 ár eftir ólifað. Fólk hætti við að eignast börn. Þetta er svo galið.“
Kjarnorkuvopn eru hin raunverulega ógn við mannkyn
Samkvæmt Trump eru það kjarnorkuvopnin sem eru hin raunverulega ógn við mannkynið:
„Þessir vesalings vitleysingar tala alltaf um hlýnun jarðar. Að plánetan muni hlýna á heimsvísu upp að því marki að sjórinn muni hækka um áttunda hluta tommu á 355 árum. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað mun gerast. Á meðan þá eyðum við velferð okkar í þessa heimskulegu hluti.“
Vindorkan sú dýrasta sem til er og eyðileggur allt í umhverfinu
„Vindur virkar ekki, hann er mjög dýr, drepur fuglana og eyðileggur allt í umhverfi sínu. Það er mjög, mjög, mjög, mjög slæmt. Þetta er dýrasta orkan.“
Donald Trump segist þess í stað ætla að búa til frábært orkukerfi fyrir Bandaríkin.