Evrópusambandið óttast friðinn – gæti fallið með Úkraínu

Rithöfundurinn Stefan Torssell var einn af ræðumönnum á ráðstefnu Swebbtv nýlega í Uppsala. Hannr ræddi um veldi Evrópusambandsins og stríðið í Úkraínu. Hann telur að ESB standi og falli með Úkraínu. Ef Úkraína fellur, þá fellur ESB. „Evrópusambandið hræðist friðinn“ segir Torssell.

Valdaelíta ESB gerir allt sem í þeirra valdi stendur til að halda stríðinu gangandi. „Rússland má ekki vinna“ segir ESB. Hvers vegna? Í Evrópusambandinu eru menn hræddir við að glata gamla heimsskipulaginu. Stefan Torssell segir:

„Að Rússar ætli sér að ráðast á Evrópu er svo ótrúleg og vitlaus tilhugsun. Það er engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Vestur-Evrópu.“

ESB að breytast í annars flokks þjóðir

Samkvæmt Torssell er ESB glatað ef það nær ekki tökum á Úkraínu. ESB er á mörkum þess að breytast í annars flokks þjóðir og það stangast á við sjálfsmynd Evrópu. ESB þarf aukin yfirráð yfir náttúruauðlindum. Evrópa er ekki einu sinni lengur tákn lýðræðis. Áður töldu menn sig hafa ákveðna siðferðislega yfirburði yfir spilltum löndum. Svo er ekki lengur. Stefan Torssell segir:

„Ef friður kemst á milli Rússlands og Úkraínu með aðstoð Bandaríkjanna, þá myndi það þýða endalok á hlutverki ESB í heimspólitíkinni. Rússland, Kína og Bandaríkin gætu þá myndað sín eigin geopólitísku hagsmunasvið. Fram að þessu hefur ESB einbeitt sér að því að Bandaríkin séu eina stórveldið og að Bandaríkin verndi ESB hernaðarlega… Með þrjár geopólitískar miðstöðvar, Rússland, Kína og Bandaríkin, er ESB ekki til. ESB óttast frið. Þess vegna hefur ESB neitað að ræða við Rússland síðan í mars 2022.“

30 þúsund búrókratar ESB skilja ekki raunveruleikann

Stefan Forssell segir:

„ESB eru yfirþjóðleg samtök með 30.000 búrókrata sem neita að skilja að veruleikinn sem þeir vilja ráða yfir er þegar á lokakaflanum. ESB reynir að fá lánaða peninga til að gera tálsýn sína að veruleika. Stríð er það eina sem er eftir fyrir ESB. Friður þýðir að Kína og Rússland verða sterkari. Leiðtogar ESB vara við því að stríð gæti verið að nálgast. En það sem þeir eru hræddir við er friður.“

Fara efst á síðu