ESB: Við tökum við í Úkraínu ef Bandaríkjamenn vilja ekki halda stríðinu áfram

Kaja Kallas, fyrrum forsætisráðherra Eistlands er orðin utanríkisstjóri Evrópusambandsins. Hún gerir öllum það ljóst, að ef Donald Trump hætti stuðningi við stríðið í Úkraínu muni ESB taka yfir og halda stríðinu áfram. Friðarverkefnið ESB er orðið að stríðsverkefninu ESB.

Áframhaldandi stríð gegn Rússlandi í Úkraínu hefur kostað skattgreiðendur ESB gífurlegar fjárhæðir og er talið að um milljón manns hafi týnt lífi á vígvellinum. Efnisleg eyðilegging er gríðarleg.

Eftir þriggja ára stríð hvetja sífellt fleiri til friðarviðræðna og að binda verði endi á stríðið. Einn þeirra er sem kunnugt Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Núna þegar hann kemur aftur í Hvíta húsið, óttast ESB-elítan, að hann muni uppfylla loforð sitt um skjót endalok stríðsins. ESB vill ekki frið. ESB vill draga alla Evrópu með í úrslitauppgjör við Rússland. Afturgöngur Napóleons og Hitlers eru mættar.

ESB – trygging fyrir áframhaldandi stríði gegn Rússlandi

Politico greinir frá því að Kaja Kallas, utanríkisstjóri ESB, lýsti því yfir á fimmtudaginn að ESB væri tilbúið að taka forystuna í Úkraínustríðinu ef Bandaríkin undir stjórn Trump vilji ekki lengur halda stríðinu áfram. Hún sagði:

„Ég er algjörlega viss um að öll aðildarríkin og vonandi Bandaríkin líka eru tilbúin til að halda áfram að styðja Úkraínu. ESB er einnig tilbúið að taka yfir forystuna ef Bandaríkin eru ekki tilbúin til þess….Það er ekki í þágu Bandaríkjanna að Rússland verði sterkasta aflið í heiminum.“

Kaja Kallas hét því að „Evrópusambandið tæki við forystunni“ til að tryggja áframhaldandi stríð. Yfirlýsingin hennar stangast á við yfirlýsingu Josep Borrell sem var utanríkisstjóri ESB áður en Kallas tók við starfinu. Borrell sagði að „Evrópa gæti ekki fyllt upp í tómið kjósi Bandaríkin að draga sig út úr staðgengilssstríðinu í Úkraínu.“

Friðarviðleitni Trumps fer í taugarnar á ESB

Donald Trump sver embættiseiðinn í annað sinn sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar og þá mun nýja ríkisstjórnin taka til starfa. Trump hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að stöðva stríðið og koma á friði. Aðrar yfirlýsingar hans um Nató hafa einnir hrært upp í sósíalistum Evrópusambandsins. Trump hefur lýst yfir skilningi á þeirri afdstöðu Rússa að þeir vilji ekki hafa Nató á þröskuldinum hjá sér.

Biden sendir síðasta herpakkann til Úkraínu áður en hann hættir í Hvíta húsinu. Það reitir marga til reiði í Bandaríkjunum. Peningunum væri betur komið til heimilislausra, veikra, að ekki sé talað um fórnarlömb hinna hræðilegu skógarelda í Los Angeles sem glóbaliztarnir segja að séu vegna upphitunar jarðar.

Zelensky leggur til að Ungverjaland verði rekið úr ESB og Nató

Zelensky hvetur Trump til að senda Nató hermenn til Úkraínu sem nokkur lönd í Evrópu hafa lagt til, eins og Frakkland. Jafnframt er Zelensky svo rausnarlegur að hann býðst til að Úkraína geti orðið Nató meðlimur í stað Ungverjalands sem hann leggur til að bæði verði sparkað úr ESB og Nató.

ESB hefur breyst í stríðsbandalag með það að markmiði að fara í úrslitaorrustuna við Rússland, hvað svo sem það kostar. Núna sigla herskip Nató inn á Eystrarsalt til að „þrengja að“ siglingum rússneskra skipa. Svíar hafa sent bækling á öll heimili í Svíþjóð: Verið tilbúin þegar stríðið kemur.

„Rússarnir ráðast fyrst á okkur“ segja sænsk yfirvöld.

Fara efst á síðu