Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins dregur Ungverjaland fyrir dómstól fyrir lög sem takmarka erlend áhrif í landinu. Lögin hafa hindrað George Soros að byggja upp áróðursmiðstöð í landinu meðal annars til að tryggja hömlulausan fólkinnflutning til landsins.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærir Ungverjaland fyrir Evrópudómstólnum vegna laga Ungverjalands gegn ótilhlýðilegum erlendum áhrifum. Undanfarið hefur Ungverjaland beitt sér gegn glóbalistaforingjanum og hrægammastjóranum George Soros og áhrifum hans í landinu. Meðal annars hefur verið bannað með lögum að hægt sé að veita ólöglegum innflytjendum fjárhagsstuðning til dvalarvistar í Ungverjalandi.
Fullveldi einstakra ríkja „brýtur í bága við lög ESB”
Ungverjaland vill draga úr erlendum áhrifum í landinu. Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins, heldur því fram að erlend öfl eins og Open Society, ESB m.fl. kyndi undir áróður og reyna að hafa áhrif á ungverska kjósendur.
Að sögn France24 velur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að draga Ungverjaland fyrir dómstól, vegna þess að hún telur að lögin veiti ekki „nægjanlega vernd varðandi upplýsinga- og félagafrelsi.” Framkvæmdastjórn ESB birti eftirfarandi yfirlýsingu:
„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að fara með Ungverjaland fyrir dómstólinn, þar sem hún telur að landslög Ungverjalands um „Varnir fullveldisins“ brjóti í bága við lög ESB.“
Orbán hvikar ekki
Framkvæmdastjórn ESB hefur áður reynt að fá Ungverja til að breyta lögunum og hefur sent stjórnvöldum bréf og krafist er aðgerða. Ungverjaland hefur hins vegar ekki orðið við slíkum kröfum og þá fer ESB með Ungverjaland fyrir dómstól.
Að sögn France24 munu aðgerðir ESB að öllum líkindum auka þegar spennt samband á milli ESB og Ungverjalands. Til dæmis heldur ESB inni lögbundnum greiðslum til Ungverjalands og sektar landið með himinháum upphæðum fyrir að standa gegn innflytjendastefnu sambandsins. Þrátt fyrir að það liggi fyrir í lýðræðiskosningum í Ungverjalandi, að þjóðin hafni hömlulausum innflutningi farandfólks, þá virðir ESB vilja fólksins að engu
Orbán hefur áður sagt, að þvingandi „samstarf” auki ekki beinlínis á samheldnina innan ESB og leiði til upplausnar sambandsins. Orbán sagði: