ESB hótaði Elon Musk: X verður að ritskoða „skaðlegt efni“

Fyrir viðtal Elon Musk við forsetaframbjóðandann Donald Trump sendi ESB viðvörunarbréf þar sem Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, varaði Musk við því, að hann yrði að hreinsa samfélagsmiðilinn X af „skaðlegu efni“ sem gæti haft „skaðleg áhrif á umræður meðborgaranna.“ Hótunin fær mikla gagnrýni og Elon Musk sjálfur sendir mjög skýr skilaboð sem ekki er hægt að misskilja.

Thierry Breton birti formlega hótunarbréf sitt á X mánudagskvöld, sjá hér að neðan:

Í bréfinu skrifar kommissjónerinn að hann búist við því:

„að Musk innleiði hlutfallslegar og árangursríkar mótvægisaðgerðir varðandi mögnun skaðlegs efnis í tengslum við atburði líðandi stundar, þar á meðal streymi í beinni, sem, ef það er eftirlitslaust, gæti aukið áhættusnið X og leitt til skaðlegra áhrifa á opinbera umræðu og almannaöryggi.“

Hann meinar að ESB sé að vernda borgara ESB gegn alvarlegu tjóni ef X leyfir þeim að heyra, hvað Donald Trump hefur að segja. Breton heldur áfram að hóta því, að ef X taki komi ekki þessari ritskoðun á, þá muni ESB bregðast við af fullum krafti gegn X og Musk:

„Sambandið mitt og ég munum vera ákaft vakandi yfir öllum sönnunargögnum sem benda til brota á DSA* og ég mun ekki hika við að nota fulla verkfærakistu okkar, þar á meðal bráðabirgðaráðstafanir, ef það verður nauðsynlegt til að vernda borgara ESB gegn alvarlegu tjóni.“

DSA* stendur fyrir „Digital Service Act“ lagapakkann og á X hér að neðan má heyra Mike Benz útskýra lögin:

Hörð gagnrýni

Hótunarbréf Breton fær harða gagnrýni, að minnsta kosti frá frjálslyndum og íhaldssömum. Elon Musk var sjálfur mjög skýr í því hvað honum fannst um ESB-hótunina:

En margir aðrir hafa einnig brugðist við. Erik Almqvist, fyrrverandi þingmaður SD, skrifar að hér sé einræði á ferð:

„Það er til orð sem dregur saman þessa tegund stjórnarfars: Einræði. Mundu, að næst þegar ESB hótar Ungverjalandi með áminningum, þá er það einræðið að ógna lýðræðinu.“

Michael Shellenberger, höfundur fleiri bóka sem gagnrýna loftslagshreyfinguna, kallar Breton „harðstjóra.“

Mira Aksoy, álitsgjafi og fyrrverandi blaðakona hjá Samnytt, er einnig mjög gagnrýnin:

„Reyndu að sannfæra mig um að við lifum ekki í alræðis-hryllingi.“

Anders Wester segist hafa skipt um skoðun um ESB vegna hótunar Breton:

„ESB sendir hótunarbréf um hvernig þeir muni valda Musk usla með lagalegum hætti, ef hann ætlar að taka viðtal við Trump. ESB er orðið algjörlega Orwellskt, dauðhrætt við sannleikann. Ég sem hélt að ég væri vinur ESB. Hættið þessu skítkasti á stundinni.“

Framkvæmdastjóri Samnytt, Kent Ekeroth, segir ESB vera með harðstjórn eins og gamla Sovét:

Steven Cheung, talsmaður Trump, skrifar í tilkynningu, að ESB ætti ekki að blanda sér í bandarísku forsetakosningarnar:

„Þeir vita að sigur Trumps forseta myndi þýða, að Bandaríkin muni ekki lengur láta plata sig. Trump mun nota tolla á skynsamlegan hátt og endursemja um viðskiptasamninga sem setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Við skulum hafa það á hreinu: ESB er óvinur tjáningarfrelsis og hefur ekkert að segja um hvernig við höldum um kosningabaráttu okkar.“

Ekkert bólar á gagnrýni frá vinstri mönnum vegna hótana Thierry Breton.

Fara efst á síðu