Prenta á 800 milljarða evrur til að byggja upp her Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin gefur nú í botn fyrir hervæðingu ESB. Þrátt fyrir að ESB hafi aldrei tekist að nota eigin „aðgerðarsveitir“ þá fá aðildarríkin núna grænt ljós á að lána þúsundir milljarða króna fyrir vopn, dróna og aðra hernaðaruppbyggingu. Frá þessu greinir Sænska dagblaðið, SvD.
ESB hefur haft 18 tilbúnar aðgerðarsveitir frá árinu 2007 en engin þeirra hefur verið virkjuð vegna pólitísks ágreinings aðildarríkjanna. Enginn lætur öðrum eftir stjórn á sínum eigin hermönnum. Þetta er engu að síður það skipulag sem ESB byggir á með enn meiri kostnaði og yfirþjóðlegum stjórnarháttum.
Fjárlagareglur ESB sniðgengnar
Þegar á sjötta áratugnum reyndu forverar ESB að skapa sameiginlegar varnir en það var fellt á franska þinginu. Síðan þá hafa fleiri tilraunir verið gerðar en engin náð fram að ganga. Núna vonast framkvæmdastjórnin til þess að stríðið í Úkraínu breyti því.
Til þess að komast fram hjá eigin fjárlagareglum ESB er aðildarríkjum núna heimilt að reka ríkið með halla varðandi varnarmálin. Auk þess er opnað á möguleika að lána fé frá sameiginlegum lánasjóði ESB til hernaðar.
Nýr kommissjóner: Varnarmálastjóri ESB
ESB hefur í fyrsta sinn skipað í embætti varnarmálastjóra. En embættið hefur enga hernaðarlega ábyrgð aðra en umsjón með samræmdum innkaupum og framleiðslu.
Búist er við að spurningin um ESB-herinn komi til umræðu á fundi Nató í Haag í sumar, þar sem greiðsluvilji aðildarríkjanna verður kannaður.