ESB byggir allsherjar eftirlit með eigum fólks

ESB hefur nú þegar víðtækt vald yfir íbúum aðildarríkja ESB í gegnum það vald sem ofurríkið beitir til að drottna yfir aðildarríkjunum. ESB ætlar að herða eftirlitið enn frekar með skörpu allsherjar eftirliti með eignum einstakra borgara.

Finbold greinir frá því, að ESB undirbúi tillögu um að byggja upp allsherjar gagnaskrá um eignir einstaklinga í aðildarríkjunum. Er um að ræða eignir eins og fasteignir, bíla, listaverk og góðmálma. ESB hefur látið gera rannsókn á því, hvernig hægt sé að safna nauðsynlegum upplýsingum til grundvallar slíku hertu eftirlit. Til að mynda þarf að komast í ýmsar skrár ásamt yfirliti yfirliti yfir bankareikninga. Tilgangurinn er ekki óviðbúið sagður vera að „vinna gegn peningaþvætti og skattaglæpum.“

Þeir sem þekkja til þessara áforma hafa gagnrýnt harðlega þessa ósvífnu innrás í einkalífið og eigur einstaklingsins. ESB heldur því hins vegar fram, að einungis sé verið að safna saman upplýsingum sem þegar séu tiltækar á einn stað. Það muni auðvelda yfirvöldum aðgang að upplýsingunum. Markmiðið er að allsherjar eftirlitið verði til staðar innan tveggja ára.

Möguleikar aukast til að ríkið gerir eigur fólks upptækar til dæmis í „hættuástandi“

Pólski þjóðarflokkurinn Konfederation segist aldrei leyfa slíkt njósnakerfi um einstaklinga og eigur þeirra. Í færslu á X-inu skrifar flokkurinn, að ESB muni réttlæta eftirlitið með baráttu gegn hryðjuverkum, peningaþvætti og að geta fylgst með rússneskum eignum. Í raunveruleikanum er verið að draga snöruna að lífi einstaklingsins á sama hátt og loftslagskreppan er notuð til að takmarka frelsi og réttindi okkar. Ríkið fær meiri möguleika á að gera eignir einstaklinga upptækar í „hættuástandi.“ Konfederation skrifar á X:

„Þú munt ekki lesa þetta í almennum fjölmiðlum! Brussel vill skrá eignir ESB-borgara! Nýjasta tillagan gerir ráð fyrir stofnun miðlægs gagnagrunns þar sem eftirfarandi verður skráð:

  • Fasteignir
  • Bankareikningar
  • Verðbréf
  • Bílar
  • Listaverk
  • Góðmálmar“

„Í reynd er þetta enn ein afsökunin eftir „baráttuna gegn loftslaginu“ til að auka eftirlit stofnana ESB yfir lífi okkar. Þessi tillaga ræðst opinberlega á borgaralegt frelsi okkar og eykur umfang eftirlits embættismanna. Í kreppuástandi er hægt að nota eignir Pólverja til dæmis til að greiða niður skuldir sem urðu til í stjórnartíð evrukrata. Konfederation er á móti hugmyndum af þessu tagi! Við stöndum alltaf vörð um FRELSI og EINKAEIGN! Konfederation mun ekki leyfa slíkt kerfi sem notað verður gegn pólskum ríkisborgurum.“

Fara efst á síðu