ESB aftengt raunveruleikanum – hrikalegur samningur við Bandaríkin

Norski stjórnmálafræðingurinn og prófessorinn Glenn Diesen segir að viðskiptasamningurinn milli Bandaríkjanna og ESB sé „versta samkomulagið sem hægt er að ímynda sér. Það er þvert á alla skynsemi.“

Stjórnmálafræðingurinn Glenn Diesen ræðir um viðskiptasamning Bandaríkjanna og ESB í nýjum þætti Andrew Napolitano „Judging Freedom.“ 15% tollar verða á vörur frá ESB til Bandaríkjanna en vörur frá Bandaríkjunum til ESB verða tollfrjálsar. Diesen segir samninginn hrikalegan fyrir Evrópu. Diesen segir:

„Þetta er algjör uppgjöf af hálfu Evrópu. Trump fékk allt sem hann vildi. Evrópa fær ekkert. Evrópa mun einnig kaupa miklu meira fljótandi gas frá Bandaríkjunum, sem er mun dýrara miðað við rússneska gasið.“

Af hálfu ESB er fullyrt að gasið frá Bandaríkjunum sé „hagkvæmara og betra“ samtímis og margir óttast að ESB verði háð gasi frá Bandaríkjunum.

„Skynsemisskorturinn er yfirþyrmandi, en það er einnig smá tími síðan við aftengdumst raunveruleikanum. Þetta er eins og samband milli aðals og undirsáta.“

Samkvæmt Diesen ógnar samningurinn Evrópusambandinu:

„Ef litið er á þetta sem viðskiptasamning, þá er þetta nánast versta samkomulagið sem hægt er að ímynda þér. Það grefur undan grundvelli ESB, tilgangur ESB er að hafa sameiginlegt afl í samningaviðræðum með 27 aðildarríki sem gengið hafa saman til að fá aukinn styrkleika.“

„Efnahagslega séð er samningurinn „hrollvekjusýning.“

En ESB getur sjálfu sér um kennt. Hefði sambandið ekki samþykkt stríðið í Úkraínu eins og gert var, þá væri sambandið ekki bundið við Bandaríkin á þennan hátt. Glenn Diesen telur að án stríðsins í Úkraínu hefði þessi samningur líklega ekki verið gerður. Barist verður til síðasta Úkraínumanns og síðustu evru.

Við erum á leiðinni inn í fjölþjóðlegan heim og þá dregur ESB úr tengslum við önnur lönd eins og Rússlandi og gerir sig háð Bandaríkjunum. Þannig geta Bandaríkin farið fram á hvað sem er:

„Þetta verða gríðarlegir fjármagnsflutningar frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þannig að það er ekki Rússland sem er ógn við efnahagslegan stöðugleika Evrópu, heldur Bandaríkin. Evrópusambandið beitir sér ekki lengur fyrir grundvallarhagsmunum þjóðanna.“

Að sögn stjórnmálasérfræðingsins verður samningurinn hrikalegur fyrir alla álfuna: „Hagkerfi ESB verður að bandarískum fylgihnetti.“

Smellið á spilarann hér að neðan til að horfa á þáttinn:

Fara efst á síðu