Enn eitt spillingarhneykslið skekur Brusselhirðina

Saga hneykslismála ESB er botnlaus tunna og það sem við sjáum er aðeins toppurinn á ísjakanum. Á fimmtudagsmorgun gerði belgíska lögreglan umfangsmikla atlögu á 21 stöðum í Brussel, Flæmingjalandi, Vallóníu og Portúgal. Hundruð lögreglumanna gerðu leit á lúxusskrifstofum og einkaheimilum í leit að sönnunargögnum. Markmið lögreglunnar er að uppljóstra um net háttsettra hagsmunagæslumanna og stjórnmálamanna, sem grunaðir eru um að hafa rekið skuggdagskrá innan valdakerfis ESB, samkvæmt frétt Le Soir.

Aðalpersónan í fjármálasvindlinu er Valerio Ottati (sjá mynd), helsti hagsmunagæslumaður Huawei í nánum tengslum við ýmsa ESB-þingmenn. Huawei hefur greitt mútur í formi dýrra gjafa, lúxuskvöldverða ásamt gríðarlegum peningaflutningum til að „hagræða mikilvægum ákvörðunum.“

Samkvæmt embætti belgíska saksóknarans hefur „spillingin verið viðvarandi reglulega að tjaldabaki frá 2021 til dagsins í dag undir yfirskini atvinnuhagsmuna.“

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins algert spillingarbæli

Hneykslismálið minnir mjög á „Qatargate“ þegar þingmenn ESB voru handteknir fyrir að taka á móti mútum frá Katar. Spillingin er kerfisbundin í hjarta Evrópu, þar sem alþjóðlegir hagsmunir ryðja brautina fyrir eigin ávinning og íbúarnir eru skildir eftir á klakanum.

Hneykslið vekur upp spurningar um gegnsæi ákvarðanatöku ESB. Þegar áhrifum er beint til miðstjórnarinnar í Brussel er aukin hætta á sams konar spillingu og leynilegum samningum sem einkenna allar einræðisstjórnir. Ýmsir sérfræðingar telja að setja verði strangari reglur um hagsmunagæsluaðila/lobbýista og auka skýrslugerð um samskipti stjórnmálamanna og fyrirtækja. Nokkur aðildarríki hafa áður lagt til strangari reglur, en ESB hefur ekki sýnt því neinn áhuga.

Hvernig ESB bregst við þessari rannsókn mun hafa áhrif á traust almennings á stofnunum sambandsins sem þegar er verulega laskað vegna spillingarmála og einræðistakta ókjörinnar elítu.

Fara efst á síðu