Enn einn orkurisinn hættir við vindorkuver í sænskri landhelgi

Það kemur betur og betur í ljós núna, að vindorkan er alfarið háð ríkisstyrkjum til að geta gengið. Núna tilkynnir þýski orkurisinn RWE að fyrirtækið dregur sig úr fyrirhuguðum vindorkuframkvæmdum til hafs suður af Svíþjóð, vegna þess að ríkisstjórn Svíþjóðar neitar að ausa skattpeningum landsmanna í verkefnið. Það fyrirkomulag, að ekki sé ráðist í vindorku nema að skattgreiðendur séu skuldbundnir að greiða niður verkefnið, er sprungið. Samt heldur vinstristjórn Sjálfstæðismanna á Íslandi áfram að þráast við þá stjórnmálastefnu að þvinga landsmenn til greiða niður vindmyllur.

Sænska sjónvarpið SVT greinir frá því að enn einn orkurisinn hættir við vindorkuver í sænskri landhelgi í Eystrasalti. Í vikunni tilkynnti Vattenfall að hætt yrði við framkvæmdir við fyrirhugaða byggingu stærsta hafsvindorkuvers Svíþjóðar 30 km suður af Trelleborg. Ástæðan fyrir því, að risarnir draga sig úr verkefninu er að sænska ríkisstjórnin vill ekki greiða tengingu við land sem er umtalsverður hluti kostnaðarins við byggingu vindorkugarðsins. Að orkurisarnir hætta við framkvæmdirnar sýnir, að fyrirkomulagið með ríkisstyrkjum er óhaldbært.

Viljum aðila sem afgreiða rafmagn alla daga ársins

Orkumálaráðherra Svíþjóðar, Ebba Busch, segir í viðtali við SVT, að ríkisstjórnin geti ekki lagt öll spilin á vindorkuna, því hagkvæmni vindorku sé langtum minni en kjarnorkunnar:

„Við erum að endurbyggja orkukerfið og gera það heilt aftur. Þá verðum við að gæta hlutleysis gagnvart tækninni og getum ekki skellt annað hvort vindorku eða kjarnorku á fólk heldur verðum að finna þá aðila, sem geta afgreitt nægjanlegt rafmagn alla daga ársins. Við verðum að geta treyst afköstum á hagstæðu verði. Það hefur fyrirgreiðslu í kerfinu og þess vegna getum við ekki eytt mörgum milljörðum í eina orkutækni, það er að segja vindorku til sjávar og borga fyrir tenginguna. Við gerum það ekki gagnvart vindorkuverum á landi.“

Viljum ekki fleygja peningunum í sjóinn

Ebba Busch lýsir vanda mismunandi orkuframleiðslu:

„Mér finnst það óábyrgt, að ríkið greiði fyrir tengingar. Svíar verða að vera sér meðvitaðir um það, að vindorkuver til sjávar nær aðeins 18% raunafköstum miðað við 74% raunafköst hjá kjarnorkuverum. Það er skýringin á því, að vindorkan ein og sér getur aldrei leyst orkuvandann….og við viljum ekki fleygja skattapeningum í sjóinn.“

Tími kominn til að Ísland hætti að apa eftir mistökum Svía

Þessi mynd gengur um allt á netinu og lýsir viðhorfi almennings til vindmylluæðis vinstri stjórnar Sjálfstæðismanna á Íslandi.

Orkumálaráðherra Íslands Guðlaugur Þór Þórðarson er ósáttur við ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að kæra virkjunarleyfi Orkustofnunar til Landsvirkjunar fyrir vindorkuverið Búrfellslund. Hann lýsir afstöðu sveitarstjórnanna eins og þau hafi því sem næst framið landráð: „Verið er að skaða þjóðina.“ Í sama streng tekur Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og spáir hörmungum íslensku þjóðarinnar 2026-2027 verði vindmyllurnar ekki reistar.

Gulli græni og flokkur hans hafa horft á stöðvun framkvæmda við nýjar vatnsaflsvirkjanir undanfarin ár sem er stærsti skaðinn í orkumálum Íslands frá stofnun Landsvirkjunar. Að Sjálfstæðisflokkurinn fái skell kjósenda fyrir að víkja frá sjálfbærri orkustefnu kallar græninginn hátt yfir flokkssalinn: „Vandamálið er ekki fólkið hér inni.“

Lesist: „Ekki segja að þetta sé mér að kenna.“

Tvíburabræður sjálfstæðismanna í pólitíska rétttrúnaðinum, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson ríghalda í völdin eins og krata og græningja er siður. Báðir gerðu þjóðinni bestan greiða með því að taka pokann sinn.

Fara efst á síðu