Enginn blaðamaður mætti á troðfullt málþing um Bókun 35 í Iðnó

En allir ríkisstyrktir fjölmiðlar sögðu frá örfáum mótmælendum með Palestínufána í miðbænum.

Arnar Þór Jónsson var einn af ræðumönnum á troðfullu húsi í Iðnó en þar var Bókun 35 til umræðu. Margir þjóðþekktir einstaklingar héldu ræður og að sögn voru fjörugar umræður um málið. Enginn – sagt og skrifað – enginn blaðamaður ríkisstyrktu fjölmiðlanna mætti á fundinn. Arnar spyr beinskeittrar spurningar:

Byggir þú heimsmynd þína ennþá á því sem þú sérð og heyrir í ríkisstyrktum fjölmiðlum?

Arnar Þór Jónsson skrifar:

Fréttamat íslenskra fjölmiðla í hnotskurn

Í framhaldi af fyrri færslu minni um ,,ríkisfréttamiðlana” vil ég benda lesendum á skýrt dæmi um hvernig fréttamat þeirra er: 

1. Að kvöldi 7. október 2025 var haldinn þverpólitískur, málefnalegur, kraftmikill, líflegur málfundur þar sem fundarmönnum gafst færi á að taka þátt í umræðum um framtíð Íslands undir frábærri fundarstjórn Guðna Ágústssonar, sem er skemmtilegasti maður landsins. Húsfyllir var og þeir sem ekki fengu sæti annað hvort stóðu eða sátu frammi á gangi, sjá mynd. = Enginn blaðamaður mætti.

2. Kl. 15 daginn eftir ganga örfáir mótmælendur með Palestínufána um miðbæinn. = Fulltrúar allra fjölmiðla mættu. 

Byggir þú heimsmynd þína ennþá á því sem þú sérð og heyrir í ríkisstyrktum fjölmiðlum?

Fara efst á síðu