Engar sannanir fyrir því að konur skapi frið – nema síður sé

Blaðamaðurinn Tucker Carlson sér engar sannanir fyrir því, að pólitísk forysta kvenna leiði sjálfkrafa til minna stríðs en forysta karla. Hann segir í nýjum þætti að heldur virðist hið gagnstæða vera uppi á teningnum (sjá neðar á síðunni).

Það er í nýju viðtali sem Tucker Carlson og Jack Posobiec ræða meðal annars um kvenkyns stjórnmálaleiðtoga.

Sumir halda því fram að konur séu betri leiðtogar en menn og minna gefnar fyrir stríð. Að sögn Tucker Carlson eru engar sannanir fyrir þessu. Heldur virðist hið gagnstæða gilda:

„Ég velti því fyrir mér, hvort einhver trúi þessu lengur. Það er áhugavert að við höfum ekki séð mikinn árangur frá kvenleiðtogum. Ég segi það sem maður sem elskar konur. Ef fullyrðing er sett fram, þá verður að vera hægt að styðja hana á einhvern hátt.“

„Hvar eru sönnunargögnin? Kvenleiðtogar eiga að vera samningsfúsari, það á að vera meiri friður og minna stríð. Við höfum algjörlega séð hið gagnstæða. Úkraínustríðinu var stjórnað af konu.“

Tucker segir að sú opinbera persóna sem hafi mestan „blóðþorsta“ af þeim sem hann þekkir sé kona. Hann gleypir því ekki þessa fullyrðingu:

„Engar sannanir virðast vera fyrir þessum fullyrðingum. Reyndar virðist hið gagnstæða vera satt, nema ég hafi misst af einhverju. Þú átt ekki að segja þetta, vegna þess að hugmyndin er svo mikilvæg að þú átt ekki að koma með sannanir með eða á móti, heldur bara samþykkja þær. En ég er frjáls maður og ég get ekki séð neinar sannanir fyrir því, að kvenkyns leiðtogar séu líklegri til að skapa frið en karlkyns leiðtogar. Ég sé hið gagnstæða.“

Fara efst á síðu