Elon Musk á kosningafundi Trump: „Þeir vilja taka af okkur málfrelsið“

Donald Trump sneri aftur í gær á nýjan kosningafund í Butler, Pennsylvaníu, sama stað og honum var sýnt banatilræði í sumar. Með í förinni var athafnamaðurinn og málfrelsisvörðurinn Musk sem ávarpaði fundinn. Musk sagði að pólitískir andstæðingar Trumps vildu kæfa málfrelsið og taka af fólki réttinn til að bera vopn.

Þann 13. júlí var forsetaframbjóðandinn Donald Trump fórnarlamb morðtilræðis í Butler í Pennsylvaníu. Kúlan fór gegnum hægra eyra Trumps og hann reisti sig meðan blóðið rann niður kinnina, kreppti hnefann og sagði: Berjumst, berjumst, berjumst. Elon Musk minntist þess og sagði:

„Hinn raunverulegi prófsteinn á manngerð einstaklings er hvernig hann bregst við, þegar hann lendir í skotárás. Við höfum forseta sem getur ekki gengið upp stiga og svo höfum við mann sem reisir hnefann eftir að hafa verið skotinn. Berjumst, berjumst, berjumst. Blóðið rennur niður andlitið… Bandaríkin eru staður hinna hugrökku og enginn prófsteinn er sannari en hetjudáð undir skotárás.“

Þetta var í fyrsta sinn sem Musk sótti kosningafund Trumps að sögn CNN. Musk ítrekaði að forsetakosningarnar yrðu þær „síðustu“ ef frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, tapaði. Musk sagði að pólitískir andstæðingar Trumps vildu skerða málfrelsi almennings:

„Þeir vilja taka af okkur málfrelsið. Þeir vilja taka okkur réttinn til að bera vopn. Þeir vilja í raun taka af okkur kosningaréttinn. 14 ríki krefjast ekki persónuskilríkja. Kalifornía, þar sem ég átti heima, hefur nýlega samþykkt lög sem banna að krafist verði persónuskilríkja við atkvæðagreiðslu. Ég trúi því varla enn þá.“

Vinnur Kamala Harris forsetakosningarnar er málfrelsið í hættu

„Málfrelsið er grundvöllur lýðræðisins. Ef fólk veiti ekki hvað er að gerast, ef fólk veit ekki hvað er satt, hvernig getur það þá kosið á upplýstan hátt? Málfrelsið verður að virka svo lýðræðið virki. Það er þess vegna sem málfrelsið er fyrsta viðbótin við stjórnarskrána. Önnur viðbótin er til að tryggja að fyrsta viðbótin verði tryggð.“

Myrti slökkviliðsstjórinn heiðraður

Tugir milljóna fylgdust með fundinum í beinni. (Skjáskot Youtube).

Trump minntis í ræðu sinni á slökkviliðsstjórann Corey Contempore sem skotinn var til bana af morðingjanum Matthew Crooks. Fundargestir heiðruðu Contempore með mínútu þögn. Síðan kom Christopher Macchio, heimsþekktur óperusöngvari, og söng lagið Ave Maria sem var mjög áhrifamikið en Contempore var af ítölskum ættum.

Trump beindi hluta ræðu sinnar að baráttunni gegn öflugum og skuggalegum hagsmunagæslumönnum djúpríkisins og sagði að pólitískir óvinir hans vildu sigra þá baráttu. Trump sagði:

„Fyrir réttum 12 vikum í kvöld, einmitt á þessum stað, reyndi kaldrifjaður morðingi að þagga niður í mér og þagga niður í stærstu hreyfingunni…Undanfarin átta ár hafa þeir sem vilja koma í veg fyrir að við náum þessari framtíð smurt mig, rægt mig, dregið mig fyrir ríkisrétt, kært mig, reynt að taka nafn mitt af kjörseðlinum – og hver veit, jafnvel reynt að drepa mig.

Auk Trump töluðu m.a. varaforsetaframbjóðandinn JD Vance og sonur Trumps, Eric Trump. Gríðarleg stemning ríkti á fundinum meðal fundargesta.

Hér að neðan er stuttur bútur með ávarpi Elon Musk og þar fyrir neðan öll dagskrá kosningafundarins í Butler:

Musk deildi myndbandi frá rallinu í gær sem hefur þegar fengið 23,2 milljónir áhorfa

Hatararnir munu segja að myndin hér að neðan hafi verið búin til með gervigreind….

Fara efst á síðu