Elítan getur sjálf étið skordýrin sín

Þýska ESB-þingkonan Christine Andersson hefur takmarkaðan áhuga á að snæða skordýr. Henni finnst að „falska elítan“ sem stjórnar geti sjálf étið pöddurnar sínar. Hún skrifar um málið á X (sjá að neðan) og hvetur alla til að sniðganga þann mat sem inniheldur skordýr.

ESB hefur nýlega samþykkt mjölormaduft til notkunar í matvæli. Samkvæmt Jerusalem Post enda mjölormar og lirfur í brauði, osti, pasta og sultu.

Allir eru samt ekkert yfir sig hrifnir að borða skordýr samanber þýsku ESB-þingkonuna Christine Anderson. Hún skrifar á X:

„Núna eiga íbúar í ESB að borða skordýr? Ný lög frá Brussel samþykkja notkun mjölormadufts í matvæli eins og brauð, smákökur, unnar kartöfluvörur og jafnvel osta. Látum fölsku elítuna sjálfa borða þennan skít. Við sniðgöngum þetta rusl. Þá mun markaðurinn sjá til þess að áætlun Brussel misheppnast.“

Fara efst á síðu