Eistland sem hefur landamæri að Rússlandi opnar núna á það að taka á móti breskum orrustuþotum sem geta borið kjarnorkuvopn. Varnarmálaráðherrann staðfestir að dyrnar séu opnar – þrátt fyrir gríðarlega áhættu á stigmögnun Úkraínustríðsins. Gagnrýnendur vara við því að ákvörðunin gæti gert Eistland að fremstu víglínu í framtíðar kjarnorkustríði.
Í yfirlýsingu sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins nokkrum árum, segir varnarmálaráðherra Eistlands, Hanno Pevkur, að Eistland opni núna á að staðsetja breskar kjarnorkuvopnaðar orrustuþotur á eistneskri grund. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spennan milli Nató og Rússlands hefur náð nýjum hæðum – og markar enn eitt skrefið í átt að hugsanlegri hörmung í allri Evrópu.
Eru dyrnar alltaf „opnar fyrir kjarnorkuvopn???“
The Telegraph spurði, hvort Eistland sé tilbúið að taka á móti breskum F-35A flugvélum sem geta borið B61 kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Því svaraði Pevkur:
„Ég er alltaf opinn fyrir því. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir bandamenn.“
Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands. (Mynd: Wikipedia/ Ristokaljurand/ CC BY-SA 4.0)

Þetta þýðir að flugvélar sem geta borið kjarnorkuvopn verða staðsettar í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá rússnesku yfirráðasvæði. Bandarísk heryfirvöld ákveða um notkun sprengjanna.
Bandaríkin framleiða bæði flugvélarnar og stjórna kjarnorkuvopnunum. Hvorki Eistland né Bretland geta því aðhafst neitt nema með samþykki frá Washington. Þrátt fyrir þetta er yfirlýsingin birt án nokkurrar kröfu um gagnsæi, samráð eða mat á afleiðingum.
Hörð gagnrýni frá hernum
Heimildarmaður með innsýn í bresku varnarmálin varar við því að staðsetning í Eistlandi sé bæði gagnslaus og hættuleg. Hinn nafnlausi herforingi segir við The Telegraph:
„Það er frekar gert í áróðursskyni en að skapa fælingarmátt. Flugvélarnar verða áhættusamt skotmark í fyrstu árás Rússa.“
Þetta staðfestir það sem margir sérfræðingar hafa lengi bent á: að kjarnorkuvopn í Eystrasaltsríkjunum draga ekki úr hættu á átökum – þvert á móti, þau auka líkurnar á stórstyrjöld
Stigmögnun stríðsins heldur áfram – hver mun stöðva hana?
Yfirlýsingin frá Eistlandi kemur á sama tíma og margir evrópskir leiðtogar hafa gefið til kynna að þeir vilji stíga næsta skref í átökunum við Rússland. Frakkland hefur opnað fyrir því að senda herlið til Úkraínu. Pólland segist tilbúið að skjóta niður flugvélar yfir lofthelgi sinni. Bretland lýsir sig „tilbúið til að takast á við“ rússneskar flugvélar.
Það er enginn vafi á því að átakalínan er að magnast. Spurningarnar sem standa eftir eru: Hversu nærri stórstyrjöld er Evrópa komin og hvers vegna fer umræðan um kjarnorkuvopn fram að baki luktum tjöldum?
Að koma kjarnorkuflugvélum fyrir á landamærum Rússlands eykur hættuna á misskilningi, ítökum og beinum átökum.