Duratov talar í fyrsta sinn eftir handtökuna í París

Pavel Durov, forstjóri Telegram og meðstofnandi hefur tjáð sig í fyrsta skipti eftir handtökuna í París. Durov segir í færslu á Telegram, að ákærur yfirvalda hafi komið sér á óvart og segir samfélagsmiðilinn berjast fyrir mannréttindum og heilindum.

Pavel Durov, forstjóri Telegram var handtekinn í París í ágúst og ákærður fyrir að Telegram bjóði upp á verkfæri sem geri miðilinn samsekan um m.a. eiturlyfjasmygl, barnarníðingsafbrot og svik.

Durov var nýlega sleppt úr haldi gegn tryggingu upp á 670 milljónir íslenskra króna. Durov skrifar að hann hafi verið gerður persónulega ábyrgur á ólöglegri notkun annarra á Telegram, þegar frönskum yfirvöldum hafði ekki borist svar frá þeim sem bera ábyrgð á þjónustunni.

Pavel Durov skrifar á Telegram:

„Telegram hefur opinberan fulltrúa innan Evrópusambandsins sem tekur við og svarar beiðnum ESB. Netfangið er aðgengilegt öllum innan ESB sem leita á netinu eftir löglegu netfangi Telegram innan ESB.“

Ásetningur að verja grundvallar mannréttindi

Durov skrifar að „enginn frumkvöðull“ muni nokkurn tíma búa til ný verkfæri „ef þeir vita að þeir beri persónulega ábyrgð á hugsanlegri misnotkun þessara verkfæra.“

„Í slíkum tilvikum erum við reiðubúin að yfirgefa landið. Við höfum oft gert það. Við neituðum að afhenda Rússum „dulkóðunarlykla“ svo þeir gætu stundað eftirlit – og Telegram var bannað í Rússlandi. Þegar Íran krafðist þess að við lokuðum aðgangi að miðlinum hjá friðsömum mótmælendum, þá neituðum við því – og Telegram var bannað í Íran. Við erum reiðubúin að yfirgefa markaði sem samrýmast ekki grundvallarreglum okkar, við erum ekki í þessu bara fyrir peningana. Ásetningur okkar er að gera góða hluti og verja grundvallar mannréttindi fólks sérstaklega á stöðum, þar sem brotið er á þeim réttindum.“

Fara efst á síðu