Frosti Logason sem heldur úti Brotkasti og tekur athyglisverð viðtöl við skemmtilegt fólk, tók nýlega viðtal við þann góða mann Dr. Gad Saad (sjá YouTube að neðan). Viðtalið er bráðskemmtilegt og hollt og ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér það en þar er víða komið við gagnvart slaufumenningunni eða VÓKismanum sem tröllríður öllu á Vesturlöndum. Stuðningsmenn Hamas sjá rautt þegar þeir heyra minnst á Dr. Gad Saad sem er líbanskur gyðingur að uppruna. DV endurvarpar harmakveini þeirra yfir komu hins „umdeilda fræðimanns og versta síonista á netinu.“
Í kynningu tix á viðburðinum segir:
Verið velkomin á kvöldstund í Hörpu með prófessornum dr. Gad Saad. Dr. Saad, sem er með doktorsgráðu frá Cornell-háskóla, hefur á einstökum ferli sínum rannsakað þróunarlegar skýringar mannlegrar hegðunar, þ.m.t. neytendahegðunar. Hann er gestaprófessor við Northwood háskóla í Midland, Michigan, fyrir skólaárið 2024-25, á meðan hann er í leyfi frá stöðu sinni við Concordia háskóla í Montreal, Kanada.
Í rannsóknum sínum fer dr. Saad ítarlega ofan í saumana á þeim líffræðilegu þáttum sem móta mannlegar athafnir og samfélagslega strauma. Í bókinni The Parasitic Mind og fjölda ritrýndra greina hefur hann greint flókin viðfangsefni af skarpskyggni með vel rökstuddri sýn sem byggir á sönnunargögnum.
Með hæfileika sínum til að einfalda flókin hugtök og setja fram aðgengilegar hugmyndir hefur hann orðið sannfærandi rödd sem hljómar langt út fyrir kennslustofuna. Þessi viðburður í Hörpu veitir einstakt tækifæri til þess að kynnast fræðimanni sem skilur eftir sig djúp spor með sinni skýru hugsun.
Það sem gerir þetta tækifæri enn eftirsóknarverðara er vaxandi áhrif dr. Saad á alþjóðavettvangi. Hann hefur orðið áberandi persóna með þátttöku í þekktum hlaðvörpum og umræðuþáttum, meðal annars með Joe Rogan, Elon Musk og öðrum áhrifamiklum hugsuðum. Hans eigin vettvangur, The Saad Truth hlaðvarpið, hefur laðað að sér fjölbreyttan áheyrendahóp, sem hrifist hefur að hreinskilni hans og dýpt, þar sem hann hefur varpað nýju ljósi á mörg mikilvægustu málefni samtímans. Dr. Saad verður sífellt öflugri áhrifavaldur, jafnt í fræðaheiminum sem á opinberum vettvangi, sem gerir þetta kvöld í Hörpu að einstöku tækifæri.
Vonandi fara sem flestir á fyrirlesturinn og auðga andann sem ekki veitir af í vókaðri útafkeyrslu landsmanna, þar sem árásir á konur í íþróttum og búningsklefum eru sagðar vera í þágu mannréttinda kvenna. Galopin landamæri Íslands og hömlulaus innflutningur fólks, þar sem ýmsir koma til landsins í allt öðrum tilgangi en að vinna íslensku þjóðinni gagn, hefur leitt til fyrirsagna í fjölmiðlum um skot- og hnífabardaga, innflutning harðsvíraðra alþjóða glæpahópa og hópnauðgana og verulegs skerts öryggis kvenna umfram aðra.
Á netmiðlinum Nútíminn má lesa eftirfarandi:
Þess má geta að blaðamaður DV segir aðra hafa kalla Saad þessa hluti án þess þó að vísa í neinn tiltekinn þráð.
„Þessi blaðamaður er hálfviti“ – Saad sparar ekki orðin
Þegar Frosti vitnaði í grein eftir íslenskan blaðamann þar sem Saad var gagnrýndur harkalega, brást hann við með beinskeyttum hætti.
„Þessi blaðamaður er hálfviti,“ sagði hann. „Umhyggja er góð, en hægt er ð hafa of mikið af henni. Það ætti jafnvel þriggja daga gamall hvolpur að skilja.“
„Ég þori að veðja að á venjulegum mánudagsmorgni geri ég meira fyrir réttindi kvenna en þessi hálfviti gerir yfir alla sína ævi“
Hlýða má á viðtal Frosta Logasonar við Dr. Gad Saad hér að neðan: