Donald Trump og Elon Musk vinsælli í Bretlandi en Keir Starmer

Þrátt fyrir að vera svívirtur á hverjum einasta degi í fréttum og vera hinum megin við Atlantshafið, þá er Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna og einnig Elon Musk, langtum vinsælli í Bretlandi en Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands.

The Telegraph birti þessa forvitnilegu niðurstöðu eftir könnun blaðsins í Bretlandi. Vinsælastur er Charles konungur með + 27 stig. Í öðru sæti vinsældalistans með + 15 stig er hinn þekkti sjónvarpsmaður Jeremy Clarkson, sem núna er orðinn helsti talsmaður bænda gegn útrýmingarárásum Starmers.

Keir Starmer fær herfilegustu útkomuna með (mínus) -30 stig. Trump forseti Bandaríkjanna fær -24 stig og Elon Musk er enn vinsælli með „aðeins“ -17 stig. Þykir skoðanakönnunin gefa til kynna, hinar gríðarlegu óvinsældir sem Keir Starmer hefur aflað sér með árásum á mannréttindi Breta sem notuðu málfrelsið til að mótmæla innflytjendastefnu Verkamannaflokksins. Starmer svaraði með því að sleppa nauðgurum, morðingjum og barnaníðingum úr fangelsi til að geta kastað inn stjórnarandstæðingum í steininn í staðinn. Starmer hefur síðar haldið hverja varnarræðuna á fætur annarri fyrir sig og flokkinn en vinsældirnar hafa bara hrunið enn frekar.

Könnun var gerð af „Freshwater Strategy“ fyrir The Telegraph. Matthew Lesh, hjá Freshwater Strategy skrifaði:

„Keir Starmer hefur farið úr stórsigri kosninganna yfir í afgerandi óvinsældir á örstuttum tíma. Núna eru jafnvel umdeildir bandarískir einstaklingar eins og Donald Trump, nýkjörinn forseti, og frumkvöðullinn Elon Musk vinsælli meðal bresks almennings. Það vekur alvarlegar spurningar um leiðtogahæfileika Starmers og getu til að endurheimta traust almennings, að hafa fallið svo langt og svo fljótt eftir hámarksárangur kosninganna.“

Fara efst á síðu