Kaare Dybvad Bek, innflytjendaráðherra Danmerkur, vill senda alla dæmda erlenda glæpamenn til síns heima (mynd © News Øresund – Henrik Smångs, CCA).
Danir grípa til enn harðari aðgerða til að losa sig við erlenda ríkisborgara sem fremja glæpi í Danmörku. Meðal annars á alltaf að vísa útlendingum sem eru dæmdir í fangelsi úr landi. Eina undantekningin er ef brottvísunin brýtur í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Danmerkur.
Ríkisstjórnin tilkynnir í fréttatilkynningu að hún ætli að herða reglur um brottvísun erlendra ríkisborgara sem dæmdir hafa verið í fangelsi – óháð því hversu lengi þeir hafa dvalið í landinu. Kaare Dybvad Bek, innflytjenda- og aðlögunarráðherra, segir:
„Útlendingar í Danmörku eru því miður plássfrekir í glæpatölfræðinni og fremja of oft alvarlega glæpi sem tengjast glæpahópum. Við getum ekki sætt okkur við það. Hamarinn verður að falla enn harðar, þess vegna herðum við reglurnar, svo hægt sé að koma fleiri útlenskum glæpamönnum úr landi.“
Eins og er, þá þarf lengri fangelsisdóm til að vísa manni úr landi sem hefur búið lengi í Danmörku en núna verður því breytt. Ríkisstjórnin leggur til að hægt verði að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem dæmdir eru í óskilorðsbundið fangelsi úr landi óháð því, hversu lengi þeir hafa dvalið í Danmörku eða hversu löng refsingin er. Eina undantekningin er ef brottvísun myndi brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Danmerkur. Kaare Dybvad Bek segir: