Dagurinn þegar lýðræðið var líflátið í Frakklandi

Franski stjórnmálamaðurinn Marine Le Pen var í dag dæmd til fjögurra ára fangelsi fyrir fjársvik og er meinað að bjóða sig fram í opinber embætti næstu fimm árin. Glóbaliztarnir halda þar með áfram árásum sínum á hættulega stjórnarandstæðinga sem vilja sjálfstæðar fullvalda þjóðir. Le Pen var leiðandi í könnunum sem næsti forseti Frakklands.

Marine Le Pen er fyrrverandi flokksleiðtogi þjóðfylkingarinnar Rassemblement National fékk umtalsverðan stuðning í fyrri forsetakosningum. Með dómsúrskurði dagsins, þá er henni bannað að bjóða sig fram í opinbert embætti næstu fimm árin sem þýðir að hún getur ekki tekið þátt í forsetakosningunum 2027. Dómurinn varðar 2,9 milljónir evra sem hún er kærð fyrir að hafa notað fyrir starfsmenn flokksins í stað ESB-þingsins. Meðal annars er sagt að peningarnir hafi farið í að borga fyrir lífvörð Le Pen og persónulegan aðstoðarmann hennar. Auk Le Pen eru einnig átta þingmenn og tólf aðstoðarmenn sakfelldir.

Marine Le Pen neitar allri sök og telur að tilgangur ákærunnar og dómsúrskurðsins sé að koma í veg fyrir að hún verði næsti forseti Frakklands. Af fjögurra ára fangelsisdómi þarf hún að sitja tvö ár í fangelsi en hin tvö árin eru skilorðsbundin. Le Pen þarf einnig að greiða 100.000 evrur í sekt. Að sögn talsmanns flokksins er Le Pen í „stríðshug“ eftir dóminn og lögmaður hennar segir að dómnum verði áfrýjað. Le Pen og stuðningsmenn flokks hennar segja að mikil mótmæli munu brjótast út ef hún verður sakfelld. Flokksleiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Jordan Bardella, skrifar á X:

Í dag er það ekki bara Marine Le Pen sem er sakfelld með óréttmætum hætti: Verið er að lífláta franska lýðræðið

Viktor Orbán skrifar á X: „Je suis Marine!

Peter of Sweden tístir:

„Þeir handtóku og bönnuðu Georgescu að fara í forsetaframboð í Rúmeníu. Þeir hafa rétt í þessu sakfellt Marine Le Pen í Frakklandi og henni verður líklega núna meinað að fara í forsetaframboð í næstu forsetakosningum.“

Sjá nánar hér

Fara efst á síðu