Franski stjórnmálamaðurinn Marine Le Pen var í dag dæmd til fjögurra ára fangelsi fyrir fjársvik og er meinað að bjóða sig fram í opinber embætti næstu fimm árin. Glóbaliztarnir halda þar með áfram árásum sínum á hættulega stjórnarandstæðinga sem vilja sjálfstæðar fullvalda þjóðir. Le Pen var leiðandi í könnunum sem næsti forseti Frakklands.
Marine Le Pen er fyrrverandi flokksleiðtogi þjóðfylkingarinnar Rassemblement National fékk umtalsverðan stuðning í fyrri forsetakosningum. Með dómsúrskurði dagsins, þá er henni bannað að bjóða sig fram í opinbert embætti næstu fimm árin sem þýðir að hún getur ekki tekið þátt í forsetakosningunum 2027. Dómurinn varðar 2,9 milljónir evra sem hún er kærð fyrir að hafa notað fyrir starfsmenn flokksins í stað ESB-þingsins. Meðal annars er sagt að peningarnir hafi farið í að borga fyrir lífvörð Le Pen og persónulegan aðstoðarmann hennar. Auk Le Pen eru einnig átta þingmenn og tólf aðstoðarmenn sakfelldir.
Marine Le Pen neitar allri sök og telur að tilgangur ákærunnar og dómsúrskurðsins sé að koma í veg fyrir að hún verði næsti forseti Frakklands. Af fjögurra ára fangelsisdómi þarf hún að sitja tvö ár í fangelsi en hin tvö árin eru skilorðsbundin. Le Pen þarf einnig að greiða 100.000 evrur í sekt. Að sögn talsmanns flokksins er Le Pen í „stríðshug“ eftir dóminn og lögmaður hennar segir að dómnum verði áfrýjað. Le Pen og stuðningsmenn flokks hennar segja að mikil mótmæli munu brjótast út ef hún verður sakfelld. Flokksleiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Jordan Bardella, skrifar á X:
Í dag er það ekki bara Marine Le Pen sem er sakfelld með óréttmætum hætti: Verið er að lífláta franska lýðræðið
BREAKING:
— Remix News & Views (@RMXnews) March 31, 2025
Today marks the day democracy died in France.
A judge ruled Marine Le Pen is ineligible to run for president in 2027.
She is the frontrunner.
8 MEPs from her party are also barred from participating in elections.
Judges are now deciding elections across the EU. pic.twitter.com/HHuMv8hsja
🚨BREAKING: Marine Le Pen has been sentenced to 4 years in Jail and BANNED from holding Public Office for 5 years.
— Cillian (@CilComLFC) March 31, 2025
The ban disqualifies her from running in the 2027 French Presidential Election and comes into force even if she appeals.
Today is the day democracy died in France. pic.twitter.com/RIBfa2GHBN
Viktor Orbán skrifar á X: „Je suis Marine!“
Je suis Marine! @MLP_officiel
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) March 31, 2025
Peter of Sweden tístir:
„Þeir handtóku og bönnuðu Georgescu að fara í forsetaframboð í Rúmeníu. Þeir hafa rétt í þessu sakfellt Marine Le Pen í Frakklandi og henni verður líklega núna meinað að fara í forsetaframboð í næstu forsetakosningum.“
They arrested and banned Calin Georgescu from running for President in Romania.
— PeterSweden (@PeterSweden7) March 31, 2025
They just found Marine Le Pen guilty in France and she could now be banned from standing in the next Presidential election.