Burt með þetta endemis rugl

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður skefur ekki af hlutunum. Í nýrri færslu á blog.is skrifar Jón um þá endemis vitleysu sem grænu umskiptin séu fyrir Íslendinga og á fimmta hundrað manns „hafi verulegar atvinnutekjur eða jafnvel allar sínar tekjur af því að prédika hlýnun jarðar og nauðsynleg viðbrögð við því.” Jón bendir á að ekki hafi verið jafn kalt sumar í áratugi en slíkar staðreyndir séu ekki loftslagspáfum til trafala. Jón vill að þessu fólki verði sagt upp og stjórnvöld hætti þessu endemis rugli sem grænu umskiptin eru orðin. Það er bara að taka undir með lögmanninum. Jón Magnússon skrifar:

Veifa loftslagsbók Gulla loftslagsráðherra

„Það styttist í 29.loftslagsráðstefnu S.Þ. í Bakú. Þangað ætlar ríkið að senda 50 fulltrúa og styrkir annan eins fjölda frá allskyns sértrúarsöfnuðum í loftslagsmálum.

Þessir fulltrúar íslenskra skattgreiðenda munu styðja tillögur  um að leggja meiri höft og takmanir á atvinnustarfsemi okkar, sem bitnar harðast á neytendum og atvinnurekstrinum. 

Ég tel upp á, að engin íslensku fulltrúana muni hafa burði til að segja sannleikann á þessari ráðstefnu. Menn munu veifa loftslagsbók Gulla ráðherra “Loftslagsþolið Ísland” og samþykkja frekari álögur á neytendur og fyrirtæki þessa lands. 

Kaldasta árið á öldinni

En hver er raunveruleikinn. Miðað við hitastig síðustu ára, þá er ekki að hlýna á Íslandi heldur kólna. Úr því má bæta með því að setja fleiri hitamæla á heitustu stöðum landsins eins og SÞ gerir varðandi sínar mælingar. 

Nýliðinn september var kaldasti september í 19 ár á Íslandi og árið í heild stefnir í að vera kaldasta árið á öldinni. En staðreyndir hafa aldrei verið til trafala fyrir þá loftslagspáfa, sem höndla með peninga og framtíð annarra. 

Veljum fólk sem vill bæta lífskjörin í landinu

Mér er sagt að a.m.k. á fimmta hundrað manns hér á landi hafi verulegar atvinnutekjur eða jafnvel allar sínar tekjur af því að prédika hlýnun jarðar og nauðsynleg viðbrögð við því. Væri ekki rétt að segja þessu fólki upp ásamt þeim stjórnmálamönnum sem hugsa fyrst og fremst um að gera lífskjör fólksins í landinu verri og senda stöðugt fleiri milljarða úr landi til einhvers sem engin veit hvað er, en eru einhverskonar aflátsgreiðslur til einhverra sem síðan draga úr loftslagsvá með því að henda þúsundum tonna af trjákurli í sjóinn til að draga úr hlýnun og grafa  holur til að jarðsetja þar erlenda mengun.”

„Burt með þetta endemis rugl. Veljum fólk sem vill bæta lífskjörin í landinu í stað þeirra sem vinna gegn hagsmunum almennings og fyrirtækja.” 

Fara efst á síðu