Sviss greiddi atkvæði með því að banna fólki að dylja andlitið á almennum stöðum. Þýðir bannið í rauninni algjört bann við búrkum. Lögin taka gildi 1. janúar og hver sá sem brýtur gegn banninu verður að greiða háar sektir.
Svissneska þjóðarflokknum, SVP, tókst að safna yfir 114.000 undirskriftum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál. Í tengslum við undirskriftasöfnunina sagði SVP að fjöldainnflutningur hefði „hrikalegar afleiðingar“ og að þjóðaratkvæðagreiðsla væri nauðsynleg til að vernda landið.
Reuters greinir frá því, að Svisslendingar hafi haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrir nokkrum árum. Þingið og þjóðarráðið samþykktu síðan umrædda löggjöf. (Lesa má grein AP fréttastofunnar um málið hér). Sá sem brýtur nýju lögin gæti þurft að greiða sekt upp á samsvarandi 140.000 íslenskum krónum.
Sviss er langt í frá eina landið sem bannar búrku á almannafæri. SVT greindi frá því að Frakkland hefði verið fyrst til að gera það og að Danmörk banni einnig flíkur sem hylja allt andlitið. Í Hollandi er bannað að klæðast búrku í almenningssamgöngum, á sjúkrahúsum og í skólum.