Í Bretlandi hefur verið skilgreindur nýr flokkur hryðjuverka og öfgastefnu: Héðan í frá má telja kvenfyrirlitningu sem „öfga“ sem dæma má til strangra refsinga. Ýmsar spurningar eru enn ókljáðar og hættan því sú, valdhafar geta refsað að eigin geðþótta.
Breska réttarkerfið hefur unnið ötullega að undanförnu að fá fram löggjöf gegn því sem flokkast undir „öfgastefnu.“ Þetta snýst ekki fyrst og fremst um íslamisma og vinstri öfgastefna fyrirfinnst ekki. Í staðinn eru yfirvöld með kíkirinn á því, sem þau skilgreina sem „hægri öfga” í tengslum við mótmæli bresku þjóðarinnar gegn fjöldainnflutningi til landsins. Að gagnrýna innflytjendamál á samfélagsmiðlum hefur nægt til að vera stungið í steininn. Slíkt hefur áhrif á fjölda fólks.
Að sögn The Telegraph vill nýja vinstri stjórnin einnig taka „kvenfyrirlitningu” með sem skilgreiningu á öfga- og hryðjuverkum. Yvette Cooper innanríkisráðherra, segir:
„Ríkisstjórnum hefur mistekist of lengi að takast á við uppgang öfga, bæði á netinu og á götum okkar, og við sjáum hvernig fjöldi ungs fólks stækkar sem hefur orðið róttækt á netinu. Alls konar hatursorðræða sundrar og skaðar innri samfélög okkar og lýðræði.”
Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands. (Mynd: Wikipedia/ Simon Dawson / No10 Downing Street/ OGL 3).
Álitsgjafar fá sökina
Kjarni kvenfyrirlitningar er sagður grundvallast á svo kallaðri „Incel menningu“ („Incel Culture” stendur fyrir „ósjálfráða einlífi“ og vísar til karlmanna sem konur hafa hafnað). Sagt ert að þeir sem tilheyra þessari „menningu” standi á bak við hatursfull ummæli á netinu.
Einum sem er kennt um þróunina er hinn umdeildi álitsgjafi Andrew Tate. Hann er sakaður um að dreifa „hatri“ gegn konum. Jafnframt er honum hrósað af mörgum vegna þess að yfirlýsingar hans hafa haft mikla þýðingu fyrir unga menn sem eru að þroskast og axla ábyrgð.
Andrew Tate. (Mynd: Wikipedia).
Líkt við „hægri öfga og íslamisma”
Hvað þarf til þess að kvenfyrirlitning geti flokkast sem hryðjuverk er hins vegar mjög óljóst. Kvennahatur er sagt vera sama og „hægri öfgar“ og íslamismi.
Að „hægri öfgastefna” sé flokkuð sem mikil öryggisógn getur tengst geðþóttaákærum sem beint er að fullveldissinnum. Má þar nefna fjölskyldufaðirinn Sam Melia, sem fékk tveggja ára fangelsi fyrir að dreifa límmiðum með „hvítum áróðri” á Telegram. Þannig er auðvelt að hækka tölur um „hægri öfga.”
Ekkert er tekið á þeim róttæka femínisma sem hefur rutt sér til rúms í hinum vestræna heimi. Frá því að hafa barist fyrir jöfnum kjörum kvenna og kosningarétti er femínistahreyfingin orðin að nokkurs konar árásaraðila sem vill kúga karlmenn. Þess er krafist að karlmenn víki fyrir konum á sviði menntunar og á vinnustöðum og ósjaldan koma yfirlýsingar sem auðveldlega má túlka sem hatur á karlmönnum. Yfirvöld skipta sér lítið af þeirri vaxandi sundrungu sem baráttan á milli „kvenna- og karlhatara” skapar.
Stefna glóbalismans er að sundra almenningi
Líta má á þessa þróun sem hluta af áætlun glóbalista um að sá sundrungu milli kynjanna, þar sem hvers kyns hatur er notað til að sigast á öðrum. Virðist vera gert í sama tilgangi og fjölmenningin, þar sem hópum í samfélaginu er egnt hverjum gegn öðrum í stað þess að sameinast í baráttunni gegn ólýðræðislegum, glæpsamlegum yfirvöldum.
Hatrið á milli kynjanna gerir það einnig erfiðara að mynda fjölskyldu og stuðlar þannig að færri barneignum. I framhaldinu fækkar íbúum sem hefur áhrif á allan hinn vestræna heim. „Lausnin” sem þá er lögð fram er að auka fjöldainnflutninginn til að vega á móti „fækkun og öldrun” almennings.