Bretland er að breytast í lögregluríki

Hundruð manna hafa verið dæmd í tengslum við kynþáttaóeirðirnar í Bretlandi. Fangelsi í norðurhluta Stóra-Bretlands eiga á hættu að verða „yfirfull“ segir í frétt TT. Vegna hörguls á fangaplássum gætu þúsundir fanga verið látnir lausir áður en refsingatíma lýkur. Samkvæmt Elon Musk er Bretland að breytast í „lögregluríki.“

Elon Musk skrifar í færslu á X (sjá að neðan), að Bretland sé að „breytast í lögregluríki.“ Þetta er vegna árása breskra stjórnvalda á tjáningarfrelsið og nýlegra „neyðarráðstafana“ til að losa pláss í fangelsum landsins.

Samkvæmt Reuters hafa bresk stjórnvöld undir stjórn Keirs Starmer forsætisráðherra handtekið yfir 1.100 manns eftir hið svo kallaða „rasistaofbeldi“ gegn innflytjendum í landinu. Þetta hefur aftur á móti aukið á fangelsiskreppuna í Bretlandi vegna of lítils pláss fyrir glæpamenn. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því, að yfirvöld muni fljótlega láta næstum 2.000 fanga lausa á einum degi. Á það að draga úr offjölgun í fangelsum svo hægt sé að „fangelsa þá uppreisnarmenn sem hafa verið dæmdir.“

TT skrifar að sakborningar verði í haldi lögreglu þar til laust pláss sé fyrir þá í fangelsum. Aðgerðirnar eru kallaðar „Operation Early Dawn.“ Að sögn TT þýðir þetta, að „þúsundum dæmdra Breta verði sleppt í náinni framtíð.“ Að öðrum kosti er hætta á að fangelsin verði yfirfull.

Samtals gætu 5.500 fangar verið sleppt lausum úr fangelsi án þess að hafa tekið út þá refsingu sem þeir voru dæmdir til.

Fara efst á síðu