Bretar hafa fengið nóg af fólksinnflutningum og íslam

Ný könnun í Bretlandi sýnir að færri en fjórðungur Breta telja að innflutningur múslíma hafi jákvæð áhrif í Bretlandi. Meirihluti Breta segir íslamska trú ósamrýmanlega breskum gildum. Almenningur er búinn að fá nóg af þvingandi, eyðileggjandi fjölmenningu sem sundrar Bretum.

Í nýrri könnun frá YouGov segja 41% svarenda að múslímskir innflytjendur hafi neikvæð áhrif á Bretland en einungis 24% segja þá hafa jákvæð áhrif í heildina.

Enginn trúarlegur farandhópur var sagður hafa jákvæð áhrif í heildina tekið en mikill munur er á milli trúarhópa. Aðeins sjö prósent töldu kristna farandverkamenn hafa neikvæð áhrif og milli 13 – 15% telja að Gyðingar, sikhar og hindúar hafi neikvæð áhrif. Tölurnar breytast mikið þegar kemur að Íslam.

53% Breta telja Íslam ósamrýmanlegt breskum gildum. Fjórðungur Breta eða 25% telja að Íslam samrýmist breskum gildum. 31% telja að Íslam hvetji til gyðingahaturs. 31% telja að Íslam hvetji múslíma til ofbeldis gegn trúlausum og 49% telja að fjölskyldan neyði konur til að klæðast hijab.

Áframhaldandi mótmæli

Í síðustu viku hafa mótmæli átt sér stað víða um Bretland gegn því, að breska ríkið leyfir áfram ólöglegum innflytjendum að koma til landsins og að skattgreiðendur neyðast til að greiða dýr hótel sem ríkið leigir undir þá sem koma ólöglega til landsins sbr myndskeiðið að neðan. Lögreglan handtók mótmælendur í London, Manchester, Newcasle og fleiri stöðum. Lögreglan gaf út viðvörum um óeirðir á landsvísu vegna reiði almennings.

Frakklandsforseti var nýlega í opinberri heimsókn í Bretlandi og gerði þá samkomulag við Keir Starmer forsætisráðherra varðandi innflytjendur sem bæði Nigel Farage og Íhaldsflokkurinn hafa tætt í sundur. Samningurinn heimilar allt að 94% ólöglegra innflytjenda að vistast áfram í Bretlandi en stjórnarandstaðan vill stöðva ólöglegan innflutning fólks að fullu eða 100%.

Fara efst á síðu