Borgið meira fé til Nató – annars verðið þið að læra rússnesku eða flytja til Nýja-Sjálands!

Mark Rutte hótaði meðlimum Nató í ræðu á ESB-þinginu á mánudag. Hann sagði að ef Nató fái ekki meiri peninga „getið þið farið að læra rússnesku eða flutt til Nýja Sjálands“ (sjá myndskeið að neðan). Rutte vill að aðildarríki Nató víki velferðarmálum þjóða sinna til hliðar til að fá fjármagn til vopnakaupa og aukins vígbúnaðar Nató. Hann vill að Nató-ríkin söðli efnahagskerfum sínum yfir í „hernaðarhagkerfi.“

Það var lítið samræmi í orðum aðalritara Nató um nauðsyn þess að Nató vanti meiri peninga fyrir vopnum til að bjarga meðlimum sínum frá því að þurfa að læra rússnesku og háðslegum samanburði hans á efnahagsstærð Rússlands sem væri ekki meiri en Holland og Belgía samanlagt. Hvernig Rússland fær síðan þá ofurkrafta miðað við þessar fátæklegu forsendur að framleiða á þremur mánuðum, það sem öll Nató-ríki framleiða á einu ári er hulin ráðgáta.

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO:

„Rússland framleiðir á þremur mánuðum það sem öll Nató-ríki framleiða á einu ári. Samanlagt er efnahagur Rússlands ekki stærra en Holland og Belgía samanlagt…. En þeir framleiða á þremur mánuðum það sem Nató framleiðir á einu ári… Þeir hafa ekki okkar háu laun, þeir hafa ekki okkar skrifræði, þeir geta hreyft sig hraðar, þeir hafa skapað hernaðarhagkerfi.“


Rutte bætti því við, að ef ESB úthlutar ekki meira fé til varnarmála, þá verði Evrópubúar að læra rússnesku. Skilaboð Mark Rutte voru: „Borgið meira í varnarútgjöld eða farið rússneskunámskeið.“

Hér að neðan má sjá spjátrunginn og fv. forsætisráðherra Hollands sem bændur ráku úr embætti, Mark Rutte, aðaritara Nató halda ræðu á ESB-þinginu:

Hernaðarsérfræðingar Vesturlanda sögðu að það tæki bara nokkrar vikur að kasta Rússum út úr Úkraínu. Öll þeirra vopn og hergögn væri drasl miðað við nútíma vopn Vesturlanda. Þremur árum síðar er búið að eyðileggja Úkraínu sem ríki og þjóð og drepa yfir milljón manns. Tugir milljóna eru á flótta og Úkraína ónýt.

Menn eins og Mark Rutte bera ábyrgð á því að hafa blekkt Úkraínu að fara út í vonlaust stríð frá upphafi. Vesturlönd hafa fargað Úkraínu á altari vopnaframleiðenda og gróðafíkn þeirra ásamt gjörspilltum stjórnmálamönnum sem taka þátt í leiknum.

Fara efst á síðu