Vigdís Hauksdóttir, umboðsmaður Miðflokksins hefur gert alvarlegar athugasemdir um fund 2.500-2.700 póstatkvæða sem breyttu talningu atkvæða í Reykjavík. Fer Vigdís Hauksdóttir fram á, að Landskjörstjórn fari yfir, beri saman og rannsaki öll utankjörfundaratkvæði í báðum Reykjavíkurkjördæmunum í nýafstöðnum alþingiskosningum.
Vigdís Hauksdóttir sendi Landskjörstjórn bréf með athugasemdum við fyrirkomulag alþingiskosninganna í Reykjavík þann 30. nóvember 2024 (sjá pdf að neðan). Í bréfinu kemur eftirfarandi bókun fram:
„Vigdís Hauksdóttir umboðsmaður Miðflokksins gerir athugasemd við að í fyrsta sinn eru kynnt til sögunnar atkvæði sem hafa borist í pósti. Búið var að fara yfir 11.000 atkvæði 29. nóvember og er mætt var til fundar í ráðhúsinu 30. nóvember var kynnt að 1.500 atkvæði hafi borist. Það gerir 12.500 atkvæði. Umboðsmaður Miðflokksins gerði athugasemd við þann útreikning og var þá upplýst að 2.500 hafi borist í pósti og að búið væri að fara yfir þau. Gerð er athugasemd við þessar alvarlegu athugasemdir.“
Eva Bryndís Helgadóttir formaður yfirkjörstjórnar ábyrg
Undir lið 4 og 5 gerir Vigdís athugasemd við tilkynningu Evu Bryndísar Helgadóttur, formanns yfirkjörstjórnar í Reykjavík (sjá mynd) um að búið sé að fara í gegnum 1.500 utankjörfundaratkvæði ásamt 11.000 atkvæðum sem samtals gera 12.500 atkvæði. Þá lýsti Eva Bryndís því yfir að búið væri að fara yfir 15.000 atkvæði. Vigdís Hauksdóttir skrifar:
„Undirrituð gerði athugasemdir við þessa yfirlýsingu því 12.500 atkvæði gætu ekki skyndilega breyst í 15.000 atkvæði.“
Vigdís segir samkvæmt Morgunblaðinu, að umboðsmenn flokkanna hafi tvívegis verð kallaðir í ráðhúsið til að fara yfir utankjörfundaratkvæði en póstatkvæðin voru ekki meðal þeirra. Hún segir:
„Þess vegna spyrjum við; hvaðan komu þau og hvert fóru þau?“
Bréf Vigdísar Hauksdóttur til Landkjörstjórnar má lesa hér að neðan: