Boing meðal fyrstu stórfyrirtækja sem lokar „vók-deildinni“

Eftir þrýsting frá íhaldsöflum, þá hefur flugvélaframleiðandinn Boeing ákveðið að leggja niður alþjóðlega deild sína fyrir „fjölbreytileika, jafnrétti og samstöðu.“ Einn af gagnrýnendum Boeing, Elon Musk, spurði hvort fólk fyndi til meira öryggis þegar framleiðandinn forgangsraðaði „vók-dagskrá fram yfir öryggi.“

Boeing hefur í mörg ár haft „vók-deild“ sem margir gagnrýnendur telja að það hafi verið tekin fram yfir öryggið. Flugvélaframleiðendarisinn hefur ratað í fréttirnar þegar uppljóstrarar um gæðaskort í framleiðslunni fundust látnir eins og sænska Affärsvärlden skrifaði um. Joshua Dean – sem áður var gæðaendurskoðandi – varaði við alvarlegu og grófu misferli og John Barnet hafði einnig varað við alvarlegum öryggisbrestum. Núna eru báðir mennirnir látnir.

Hluti flugvélarinnar rifnaði af

Í byrjun árs greindi Fox Business frá því, að hluti af Boeing flugvél hafi rifnað þegar vélin var í 4.800 metra hæð. Enginn dó en eftir á kom í ljós, að flugvélaframleiðandinn hafði á afdrifaríkan hátt brotið gegn öryggisreglum.

Elon Musk er einn þeirra sem trúir því að Boeing hafi tekið „fjölbreytileika, jafnrétti og samstöðu“ fram yfir öryggið. Musk spurði:

„Viltu fljúga í flugvél þar sem þeir setja DEI (Diversity, Equity and Inclusion) ráðningu fram yfir öryggi þitt? Það er í raun að gerast.“

Þvinguð til að verða hlutlaus

Nú skrifar New York Post að Boeing hafi lokað vók-deildinni eftir mikla gagnrýni sem íhaldsmenn líta á sem mikinn sigur. Nýi forstjórinn fyrirskipaði lokunina og New York Post skrifar, að Boeing „verði nýjasta stórfyrirtækið til að yfirgefa hið umdeilda framtak.“

Áhrifamaðurinn Robby Starbuck tekur til sín heiðurinn, því hann tilkynnti stjórnendum flugfélagsins, að hann hygðist hefja netherferð gegn vók-stefnu þeirra. Starbuck skrifar samkvæmt New York Post:

„Herferðir okkar eru svo árangursríkar að við fáum nokkur af stærstu fyrirtækjum heims til að breyta stefnu sinni án þess að ég þurfi einu sinni fyrst að birta myndband. Þau óttast að verða næsta fyrirtækið sem við afhjúpum.“

https://twitter.com/elonmusk/status/1745158868676546609
Fara efst á síðu