Biðjum bæn fyrir kristnu fólki í Sýrlandi

Sýrlendingar fagna falli Assads á Sergels torgi í Stokkhólmi (skjáskot SVT).

Víða um Vesturlönd fögnuðu Sýrlendingar og með þeim margar ríkisstjórnir Vesturlanda, að ríkisstjórn Assads var steypt af stóli í Sýrlandi. En ekki er allt sem sýnist. Alræmdir heilagastríðsmenn, morðingjar og hryðjuverkamenn eru þar að baki. Á núna að fara að skilgreina Al Qaeda eitthvað annað en þau hryðjuverkasamtök sem þau eru og hafa alltaf verið? Í Stokkhólmi þustu mörg hundruð Sýrlendingar út á Sergels torg til að fagna (sjá myndband að neðan). Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson, segir að best sé að endurskoða landvistarleyfi Sýrlendinga í Svíþjóð: „Farið heim!“ segir hann.

Við fall Assads hefur meðal annars komið fram að heilagastríðshópurinn Hayat Tahrir al-Sham, HTS, hafi verið leiðandi í valdatökunni. Tyrkland styður þessa hryðjuverkamenn. Foringi HTS er Ahmad al-Sharaa, 42 ára, fyrrum leiðtogi hjá Al-Qaeda.

Þýskaland stöðvar hælisleitendaumsóknir frá Sýrlendingum sem varðar a.m.k. 47 þúsund hælisleitendur. Í Þýskalandi búa tæp milljón sýrlenskir ríkisborgarar og af þeim eru 321 444 skráðir flóttamenn. Austurríki hefur einnig stöðvað umsóknir frá Sýrlendingum og einnig umsóknir um fjölskyldusameiningu.

Sýrlendingar fagna

Sýrlendingar í Evrópu fögnuðu falli Assads. Í Austurríki fóru um 30 þúsund Sýrlendingar út á götur (sjá X að neðan). Í Svíþjóð fögnuðu þúsundir Sýrlendingar ákaft falli Assads á útifundum og göngum í Stokkhólmi, Malmö og Gautaborg eins og sjá má á þessu myndskeiði:

Ummæli Trumps:

Donald Trump skrifaði að valdatakan í Sýrlandi sé ekki stríð Bandaríkjanna: „Við munum ekki blanda okkur í þetta!“

Biðjum bæn fyrir þeim kristnu

Bandaríski þingmaðurinn Thomas Massie skorar á fólk að biðja fyrir kristnum íbúum sem enn eru í Sýrlandi. Miðað við ofbeldisfullar myndir sem dreift er á samfélagsmiðlum er hið nýja Sýrland undir stjórn íslamista þegar farið að líkjast Líbíu eftir íhlutun Vesturlanda árið 2011. Massie skrifar á X:

„Ég hef verið virkur andstæðingur stefnu Bandaríkjanna (Obama/Clinton/Kerry/Biden) til að koma sýrlensku ríkisstjórninni úr jafnvægi svo lengi sem ég hef verið á þingi.“

„Vinsamlegast biðjið fyrir kristnum sýrlenskum mönnum sem hingað til hafa lifað af afskipti okkar.“

Fara efst á síðu