Sýrlendingar fagna falli Assads á Sergels torgi í Stokkhólmi (skjáskot SVT).
Víða um Vesturlönd fögnuðu Sýrlendingar og með þeim margar ríkisstjórnir Vesturlanda, að ríkisstjórn Assads var steypt af stóli í Sýrlandi. En ekki er allt sem sýnist. Alræmdir heilagastríðsmenn, morðingjar og hryðjuverkamenn eru þar að baki. Á núna að fara að skilgreina Al Qaeda eitthvað annað en þau hryðjuverkasamtök sem þau eru og hafa alltaf verið? Í Stokkhólmi þustu mörg hundruð Sýrlendingar út á Sergels torg til að fagna (sjá myndband að neðan). Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson, segir að best sé að endurskoða landvistarleyfi Sýrlendinga í Svíþjóð: „Farið heim!“ segir hann.
Við fall Assads hefur meðal annars komið fram að heilagastríðshópurinn Hayat Tahrir al-Sham, HTS, hafi verið leiðandi í valdatökunni. Tyrkland styður þessa hryðjuverkamenn. Foringi HTS er Ahmad al-Sharaa, 42 ára, fyrrum leiðtogi hjá Al-Qaeda.
Þýskaland stöðvar hælisleitendaumsóknir frá Sýrlendingum sem varðar a.m.k. 47 þúsund hælisleitendur. Í Þýskalandi búa tæp milljón sýrlenskir ríkisborgarar og af þeim eru 321 444 skráðir flóttamenn. Austurríki hefur einnig stöðvað umsóknir frá Sýrlendingum og einnig umsóknir um fjölskyldusameiningu.
Sýrlendingar fagna
Sýrlendingar í Evrópu fögnuðu falli Assads. Í Austurríki fóru um 30 þúsund Sýrlendingar út á götur (sjá X að neðan). Í Svíþjóð fögnuðu þúsundir Sýrlendingar ákaft falli Assads á útifundum og göngum í Stokkhólmi, Malmö og Gautaborg eins og sjá má á þessu myndskeiði:
Immigrant Syrians cheering on the streets of Stockholm, Sweden 🇸🇪
— Knights Templar International (@KnightsTempOrg) December 8, 2024
If you think that these people will willingly return to Syria now that Assad is gone, you are deluded.
On the contrary, they are here to stay, and a new wave of refugees will arrive pic.twitter.com/t1WmR2TYH1
🚨 AUSTRIA: Up to 30,000 Syrians took to the streets of Vienna to celebrate following the fall of Assad.
— Remix News & Views (@RMXnews) December 9, 2024
The Austrian Freedom Party (FPÖ) is calling for these Syrians to now return home.pic.twitter.com/D4y8Xwvz0A
Ummæli Trumps:
Donald Trump skrifaði að valdatakan í Sýrlandi sé ekki stríð Bandaríkjanna: „Við munum ekki blanda okkur í þetta!“
Biðjum bæn fyrir þeim kristnu
Bandaríski þingmaðurinn Thomas Massie skorar á fólk að biðja fyrir kristnum íbúum sem enn eru í Sýrlandi. Miðað við ofbeldisfullar myndir sem dreift er á samfélagsmiðlum er hið nýja Sýrland undir stjórn íslamista þegar farið að líkjast Líbíu eftir íhlutun Vesturlanda árið 2011. Massie skrifar á X:
„Ég hef verið virkur andstæðingur stefnu Bandaríkjanna (Obama/Clinton/Kerry/Biden) til að koma sýrlensku ríkisstjórninni úr jafnvægi svo lengi sem ég hef verið á þingi.“
„Vinsamlegast biðjið fyrir kristnum sýrlenskum mönnum sem hingað til hafa lifað af afskipti okkar.“
I have been actively opposed to the U.S. policy (Obama/Clinton/Kerry/Biden) of destabilizing the government of Syria for as long as I have been in Congress. Please pray for the Syrian Christians who have survived our meddling up to this point. pic.twitter.com/lQpQ5IPyEE
— Thomas Massie (@RepThomasMassie) December 10, 2024