Biden-Harris stigmagna stríðið við Rússland: „Leika sér með eldinn“

Leo Hohmann er gamalreyndur rannsóknarblaðamaður og rithöfundur. Bók hans „Stealth Invasion“ varð meðal 10 söluhæstu bóka Amazon.com um innflytjendamál ár 2017. Hann hefur eytt áratugum í að rannsaka og skrifa um menntun, innflytjendamál, glæpi, stjórnmál og trúarbrögð. Greinar hans hafa birst í fjölmörgum ritum og miðlum eins FrontPage Magazine, LifeSite News, Zero Hedge, Citizens Free Press m.fl. Hohmann er tíður gestur í útvarps- og sjónvarpsviðtölum t.d. hjá Lauru Ingraham hjá Fox News, Daniel Horowitz hjá Conservative Review, Alison Steinberg hjá OAN m.fl. Hohman þorir að segja sannleikann um stærstu málefni samtímans. Hann leitast við að greina frá málum í sögulegu samhengi svo lesendur geti skilið betur merkingu frétta dagsins. Hér er sagt frá nýjustu grein í fréttabréfi hans um leik valdhafa í Washington sem gæla við hugmyndina um þriðju heimsstyrjöldina við Rússland.


M. Dowling birti stutta grein á „The Independent Sentinel“ og hún hittir naglann beint á höfuðið. Enginn virðist gefa gaum að þeim hrikalegu ögrunum sem stjórnvöld okkar beina til Rússlands, Írans og Kína. Washington virðist vera að leita um allan heim að landi sem muni taka þátt í alheimsstríði. Ef bandaríska þjóðin vissi hversu nálægt við erum þriðju heimsstyrjöldinni og hugsanlegri tortímingu með kjarnorkuvopnum, þá myndu hún ráðast á þingið með slíku offorsi, að 6. janúar yrði eins og skemmtiferð út í garð til samanburðar.

Stjórn Biden-Harris mun líklega senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu sem hægt er að skjóta dýpra inn í Rússland. Moskva varar við því, að Bandaríkin „leiki sér að eldinum“ og auki líkur á þriðju heimsstyrjöldinni.

Bandaríkin gæla opinskátt við þriðju heimsstyrjöldina

Í apríl sendu Bandaríkjamenn í leyni útgáfu af langdrægum vopnum sem kallast ATACMS til Úkraínuhers. Úkraína réðst á flugvöll á Krímskaga og rússneska herinn í suðausturhluta Úkraínu.

Bandaríkin eru nálægt samkomulagi um að láta Úkraínu fá langdrægar stýriflaugar sem geta náð djúpt inn í Rússland. Kænugarður gæti þurft að bíða í nokkra mánuði á meðan Bandaríkin leysa tæknileg vandamál.

Þrír heimildarmenn upplýstu að búist væri við tilkynningu um nýjan vopnapakka í haust til Úkraínu með „Joint Air-to-Surface Standoff Missiles, JASSM“ í vopnapakka í haust. Að sögn hefur endanleg ákvörðun ekki enn verið tekin. Heimildarmenn neituðu að gefa upp nöfn sín, þar sem þeir höfðu ekki heimild til að fjalla um efnið.

Sending JASSM til Úkraínu getur grundvallarlega breytt stríðinu. Það mun gera stærri hluta af Rússlandi að skotmarki öflugra, nákvæmnisstýrðra vopna. Hernaðarsérfræðingar segja, að með tilkomu JASSM eldflauga – sem erfitt er að greina á radar og hægt er að skjóta lengra en flestar aðrar eldflaugar í núverandi birgðum Úkraínu – þá þyrftu rússneskar hergagnalínur með birgðageymslum að hörfa hundruð kílómetra. Þessi vopn gætu líka orðið upphafið að þriðju heimsstyrjöldina. Úkraína hefur þegar ráðist á óbreytta borgara og mun líklega gera það aftur.

Hefndin kemur til Evrópu og Bandaríkjanna

Rússar segja, að Vesturlönd leiki sér með eldinn með því að íhuga að leyfa Úkraínu að ráðast djúpt inn í Rússland með vestrænum eldflaugum. Síðasta þriðjudag vöruðu Rússar Bandaríkin enn á ný við því, að þriðja heimsstyrjöldin yrði ekki einungis bundin við Evrópu.

Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði á föstudag, að Washington væri við það að aflétta banni sínu við árásum Úkraínumanna djúpt inni í Rússlandi með bandarískum vopnum. Hún telur að Bandaríkin séu í beinu stríði við Rússland. Lavrov utanríkisráðherra varaði við því að hefndaraðgerðir Rússa yrðu ekki aðeins í Evrópu.

Meða annarra orða, landamærin okkar eru enn opin.

Það lítur út fyrir, að ríkisstjórn Biden-Harris muni hugsanlega hefja þriðju heimsstyrjöldina. Það er allavega það sem Rússar hugsa og það er það sem skiptir máli.

Fara efst á síðu