Barnamálaráðstefna laugardaginn 11. október kl. 14.00 !Athugið breyttur fundarstaður!

Barnamálaráðstefna Íslands býður alla velkomna á 3. ráðstefnu sína, sem verður þennan laugardag 11. október, klukkan 14:00. Athugið breyttan fundarstað, fundurinn verður í Kíwanshúsinu í Hafnarfirði en ekki í Perlunni, Reykjavík, eins og fyrst var auglýst. Aðgangur ókeypis og allir boðnir velkomnir.

Í tilkynningu ráðstefnunnar segir að nokkrir aðilar haldi fyrirlestra tileinkað þemanu:

„Sannleikurinn er sagna bestur“

„Lítil skref leiða til stórra breytinga og markmið Barnamálaráðstefnunnar er að fræða fólk. Við erum fólkið í landinu, foreldrar, kennarar og fleiri.“

Þeir sem flytja ræður eru Páll Vilhjálmsson, Eldur Smári Kristinsson, Helga Dögg Sverrisdóttir og Valgerður Snæland Jónsdóttir.

Erindin heita:

  • Þér eru ljós heimsins
  • Sannindi, trú og trans
  • Hvað vilja foreldrarnir á Akureyri
  • Baráttan um raunveruleikan
Fara efst á síðu