Ballið byrjar – upphaf óeirða hafið til að koma í veg fyrir að Trump komist í Hvíta húsið

Innan við sólarhring eftir frækilegan kosningasigur Donald Trumps fóru vinstri menn sem ekki virða lýðræðið út á götu og byrjuðu þá vegferð að koma af stað óeirðum í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir eindreginn sýnilegan og ítrekað vaxandi vilja meiri hluta Bandaríkjamanna, þá geta margir demókratar og vinstrimenn ekki sætt sig sig við úrslitin.

Atvinnumótmælendur Open Society gætu hafa verið með, hver veit, en Soros er þekktur fyrir að borga mótmælendum laun og flytur þá í rútum á milli staða. Glóbalizminn, innsti koppur djúpríkisins mun ekki láta völdin af hendi möglunarlaust á meðan Trump lifir. Mótmæli gegn útkomu kosninganna mátti meðal annars sjá í Chicago, þar sem þúsundir komu saman fyrir utan Trump Tower til að fá útrás fyrir hatrið gegn lýðræðinu.

Margir róttækir námsmenn komu einnig saman við New York Háskóla og og hrópuðu slagorð um að Trump yrði að víkja og einnig slagorð gegn Ísrael.

Sama sagan í Philadelfíu:

Til og með í breska bænum York var mótmælt gegn Trump og honum tilkynnt að hann væri óvelkominn…

Þótt mótmælin séu enn lítil í sniðum þá eru þær vísbending um það sem koma skal. Flestir demókratar eru enn í sjokki en þeir munu eflaust taka saman höndum í sorginni og reyna aftur að brenna Bandaríkin til grunna eins og þeir gerðu í Black Lives Matter óeirðunum árið 2020. Hér að neðan mótmæli fyrir utan bandaríska sendiráðið í London:

Fara efst á síðu