Bæn á heimilinu brot á lögum – fer eftir því hver gengur fram hjá glugganum

Þingmaðurinn á bak við lögin, sem banna kristnar bænir innan ákveðinna öryggissvæða í kringum fóstureyðingastofur í Skotlandi, viðurkennir að bannið eigi einnig við íbúa á svæðinu og tekur til heimila þeirra. „JD Vance hafði rétt fyrir sér“ segir hún. Hvort það sé talinn glæpur að biðja á eigin heimili „fer eftir því hver gengur fyrir utan gluggann.“

Í ræðu sinni á öryggisráðstefnunni í München gagnrýndi JD Vance varaforseti Bandaríkjanna, hvernig verið er að skerða grundvallarfrelsi og réttindi meðborgaranna í Evrópu undir merkjum frjálshyggju. Vance nefndi nokkur dæmi um hvernig þetta gerist, m.a. kosningarnar í Rúmeníu, morð á kóranbrennara í Svíþjóð og atvik í Englandi, þar sem lögreglan handtók mann og kærði eftir að hafa farið með þögla bæn í 50 metra fjarlægð frá fóstureyðingarstöð, þar sem þáverandi kærasta hans lét eyða fóstri sem annars hefði orðið barn þeirra hjóna. Leyfileg lágmarksfjarlægð er 200 metrar samkvæmt skoskum lögum.

Vance ásakaður um falsfréttir

Vance sagði í ræðunni, að Skotland væri að innleiða strangari túlkun á lögunum sem þýðir að það verður ólöglegt að fara með kristna bæn innan veggja heimilisins það er að segja ef heimilið er staðsett innan hatursöryggissvæðis. Vance upplýsti um upplýsingabækling sem dreift hefur verið til íbúa á slíkum svæðum.

Vance hefur verið sakaður um að skálda þetta og hafa dreift falsfréttum um ritskoðun á Skotlandi. En núna staðfestir skoskur þingmaður þvert á móti, að varaforseti Bandaríkjanna hafi haft á réttu að standa: Það getur túlkast sem glæpur að fara með kristna bæni heima í stofunni. Gillian Mackay var meðhöfundur laganna sem afnema stjórnarskrárbundin borgaraleg réttindi innan ákveðinna svæða, þar á meðal 200 metra radíus í kringum fóstureyðingastofur. Hún segir:

„Það fer eftir því hver gengur framhjá glugganum.“

„Ef þú ert svo óheppin að búa innan slíks svæðis gætir þú verið handtekinn og sóttur til saka ef einhver sem á leið fram hjá glugga þínum heyrir að verið sé að flytja kristna bæn sem talið er truflandi og kærir málið til lögreglunnar.“

Eftir ræðuna í München stimpluðu vinstrimenn orð bandaríska varaforsetans sem „þvælu og hrikalega óskammfeilna falsfrétt.“ En núna staðfestir löggjafinn sjálfur að Vance hefði bara sagt sannleikann. Örfáum dögum eftir ræðu Vance í München kom frétt um handtöku 74 ára gamallar kona sem lögreglan flutti á brott í handjárnum fyrir að hafa mótmælt fyrir utan fóstureyðingastofu með skilti með orðunum: „Þvingun er glæpur. Ég er hér til að tala, bara ef þú vilt. Konan var handtekin samkvæmt lögum sem „öryggissvæði sem tóku gildi á síðasta ári. Yfirvöld telja að búið sé að upplýsa íbúana um öryggissvæðin og þá fremur hver einasti einstaklingur sem ekki fer eftir nýju lögunum sjálfkrafa lögbrot „af ásetningi eða kæruleysi.“

Þessi kona var handtekin við Queen Elizabeth spítalann í Glasgow.

Hér að neðan má sjá mynd af bréfinu sem dreift var til íbúanna um hin nýju lög um öryggissvæðin. Fulltrúar mannréttinda- og frelsissamtaka mótmæla lögunum og handtöku lögreglunnar á fólki sem ekkert hefur til saka unnið annað en að vera kristið og vilja varðveita ófætt líf.

Fara efst á síðu