Helstu fréttir fjölmiðla á Bretlandi um helgina fjalla um að Mohammed Al Fayed [1929-2023] eigandi Harrods í Lundúnum hafi verið skrímsli; monster svívirðilegur kynferðisafbrotamaður í líkingu við Jimmy Savile [1926-2011] í Bretlandi, Jeffrey Epstein [1953-2019] og Harvey Weinstein [1952-] í Ameríku. Tugþúsundir Íslendinga hafa verslað í Harrods, virtasta verslunarmalli Englendinga. Lögmaður sem kom fram á blaðamannafundi í dag í Lundúnum fyrir hönd fimm fórnarlamba, að nafni Dean Armstrong heldur þessu fram. Hann kveður fórnarlömbin skipta hundruðum og hvetur konur til þess að gefa sig fram.
”Mál Fayed hefur sama skelfilega ofbeldið,” sagði Armstrong.
Armstrong hvetur fórnarlömb til þess að gefa sig fram. “Konur sem unnu í Harrods frá 1980 fram til 2010 halda því fram að Fayed hafi ráðist á þær innan veggja verslunarinnar eða ferðum, til dæmis til Parísar á Ritz hótelinu,” sagði Armstrong.
Verndarhönd yfir ofbeldi
Í öllum tilvikum var haldið verndarhendi yfir þessum kynferðisafbrotamönnum. Í tilfelli Savile var það innan veggja BBC. Savile var ein helsta peningakú; cash cow BBC. Í tilfelli Epstein var Eyjan í karabíska hafinu “skjólshús” þar sem kunnustu nöfn Ameríku mættu með Bill Clinton í broddi fylkingar og auðvitað prins Andrew Bretaprins. Í tilfelli Weinstein var það sjálf Hollywood með hélt verndarhendi yfir Weinstein þar á meðal Ophrah Winfrey. Í nýrri heimildamynd Rándýr í Harrods; Predator at Harrods er því haldið fram að hið glæsilega verslunarhús hafi verið nokkurs konar skjólshús kynferðisglæpa Al Fayed.
“Hann var skrímsli sem þreifst í skjóli Harrods.”
Nauðgun á Villa Windor í París
Ein af fórnarlömbum Al Fayed vann sem einkaritari á árunum 2007-2009. Hún skýrir frá því í myndinni að Fayed hafi orðið ógnvænlegri á ferðalögum erlendis. Hann hafi ráðist á sig á fyrrum setri Eðvarðs konungs; Villa Windsor í Bois de Boulonge í París. Eðvarð VIII sagði af sér konungsdómi 1936 eftir að giftast bandarískri konu, Wallis Simpson. Sonur Al Fayed, Dodi Mohammed Fayed lést í bílslysi ásamt Díönu prinsessu í París 1997.