Ákall Carlo Maria Viganò erkibiskups til jarðarbúa

Sameinumst í Alþjóðabandalagi gegn glóbalismanum og frelsum mannkyn undan einræðisstjórn Endurræsingarinnar miklu

Þann 16. nóvember 2021 flutti Carlo Maria Viganò erkibiskup ákall til kaþólskra, kristinna og trúaðs fólks um gjörvallan heim til að sameinast gegn myrkraröflum glóbalismans. Viganò erkibiskup sendi The Gateway Pundit myndband sitt og Ákall til jarðarbúa um að stofna Bandalag gegn Glóbalismanum „Anti-Globalist Alliance.“

Þjóðólfur birtir hér boðskap þessa merka manns sem segir, að tíminn sé að renna út eigi jarðabúum að takast að sigrast á hinum myrku öflum, sem núna ráðast gegn mannkyni öllu og vilja hneppa fólk í þrælabönd. Hann varar við alþjóðlegri elítu, sem vill hneppa jarðarbúa í þrældóm og stuðla að „trúarbrögðum sem afneita trú á Krist.“ Carlo Maria Viganò hefur verið bannfærður úr kaþólsku kirkjunni af núverandi páfa Francis í Róm meðal annars fyrir þetta ávarp.

Erkibiskup Vigano kallar á einingu, hugrekki, styrk og trú. Þjóðólfur hefur snarað ákallinu lauslega úr ensku yfir á íslensku og ákallið má lesa hér að neðan á íslensku og einnig hlaða heim bæði á íslensku og ensku. Við hvetjum alla Íslendinga til að lesa ákallið til að skilja alvöru þeirra atburða sem dynja á okkur um þessar mundir.

Fara efst á síðu