Aðstoðarutanríkisráðherra Taívans: Kína undirbýr innrás í Taívan

Vara-utanríkisráðherra Taívans, François Chihchung WU hefur gegnt embættinu síðan í ágúst 2024. Hann var áður sendiherra í Frakklandi. Í nýlegu viðtali við Taipei Times varaði Chihchung WU við því að Kína væri að búa sig undir að ráðast inn í Taívan. Utanríkisráðuneyti Taívan birti yfirlýsingu í gær og bar fram spurninguna: „Er Taívan tilbúið fyrir kínverska innrás?“

François Chihchung WU

Í 25 mínútna þætti um Taívan sem Sky News sýndi nýlega í umsjón Helen Ann-Smith var sagt frá ferð til Penghu, Taoyuan og Taipei þar sem möguleikinn á kínverskri innrás var til umræðu og hvernig Taívan er að búa sig undir slíka árás.

Í þættinum var fylgst með æfingum í neyðarviðbrögðum, rætt var við hornaboltaaðdáendur í Taipei Dome um skoðanir þeirra á Donald Trump Bandaríkjaforseta, háskólarannsóknarstofa var heimsótt þar sem nemendum var kennt að búa til hálfleiðara og rætt var við taívanska hermenn á hjúkrunarheimili.

Chihchung WU sagði í viðtali við Sky News:

„Íbúarnir þurfa að gæta sín að vera ekki eins barnalegir og í fortíðinni … Kína er að búa sig undir að ráðast inn í Taívan. Taívan eitt og sér stendur frammi fyrir Kína. Við munum aldrei verða tilbúin … það er ekki mögulegt, Kína er svo stórt, svo risastórt.“ bætti hann við.

Vegna alþjóðlegrar eftirspurnar eftir taívönskum hálfleiðurum, þá sagði Chihchung WU:

„Ef Kína tekur Taívan einn daginn, þá verður það auðvitað mjög slæmt fyrir Taívan … kannski verður allt eyðilagt … en nútímaheimurinn sem við búum í núna … mun líka hverfa.

Bandaríkjamenn hafa þýtt mikið fyrir okkur, þegar við [upplifðum] eldflaugakreppuna árið 1996. Núna reynir bandaríski herinn að viðhalda svæðisbundnum stöðugleika og lýðræði til að vernda ekki aðeins hálfleiðaraiðnaðinn, heldur einnig hagsmuni Bandaríkjanna og Taívans.

Donald Trump veit vissulega að án taívanskra örgjörva getur hann ekki gert Bandaríkin frábær aftur.“

Í síðustu viku æfði Kína aftur land- og sjóhersæfingar yfir sundið frá Taívan, sjá X að neðan:

Fara efst á síðu