„Aðildarríki sem gagnrýna Úkraínu og vilja frið eiga að ganga úr Evrópusambandinu“

Mykhailo Podoliak (t.h. á mynd), ráðgjafi alræðisforseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, segir í viðtali við úkraínska fjölmiðla að þau ESB-ríki sem gagnrýna Úkraínu og vilja frið gangi úr Evrópusambandinu. Hann skýrði tillöguna í viðtali við úkraínsku fréttastofuna RBC Ukraine nýlega.

Mychajlo Podoljak, fyrrverandi blaðamaður og nú forsetaráðgjafi, lýsti skoðun sinni á ESB-ríkjunum Slóvakíu og Ungverjalandi, sem vinna að því að koma á friðarviðræðum og binda enda á stríðið. Hann sakar Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, um að vinna gegn Úkraínu með því að vilja frið og koma í veg fyrir aðstoð ESB til Úkraínu. Einnig segir hann þessi aðildarríki ESB vera hliðholl Rússum. Podolyak sagði við RBC Ukraine:

„Þeir eru orðnir hliðhollari Rússum, það er augljóst. Það er hreinasta þvæla. Í hreinskilni sagt, þá er ein helsta ástæða þessa stríðs tilraun Rússa til að ná yfirráðum yfir evrópska stjórnmála- og efnahagskerfinu. Mér finnst það vægast sagt skrýtið, hversu opinskátt forsætisráðherrar Slóvakíu og Ungverjalands eru í svona hliðhollri stöðu með Rússum.“

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.

Burtu með gagnrýnendur Úkraínu úr ESB (og Nató)

Ráðgjafi Zelensky getur ekki skilið, hvers vegna leiðtogar Slóvakíu og Ungverjalands hafa þessa afstöðu til lands sem „hafnar alþjóðalögum og fremur þjóðarmorð“ í Úkraínu. Hann segir segir Slóvakíu og Ungverjaland styðja Rússland í því að eyða Úkraínu sem hvorki á aðild að ESB né Nató. Þegar Mychajlo Podoljak hafði ausið bræði sinni yfir þessar þjóðir sem vilja frið í staðinn fyrir áframhaldandi slátrun mannskaps í Úkraínu, þá sagði hann að slík lönd ættu að ganga úr ESB:

„Það er svo skrítið þegar land eins og Slóvakía kemur fram og segir: Við skulum þrátt fyrir allt starfa með Rússlandi. Slóvakía ætti að segja í staðinn: Þið skiljið að við getum ekki verið áfram í ESB, við verðum að ganga úr Evrópusambandinu vegna þess að við erum þeirrar skoðunar að Rússland hafi á réttu að standa.“

Fara efst á síðu