Á Inga Sæland yfir höfði sér 9 ára fangelsi?

Til eru dómslegar forsendur varðandi þá sem svíkja meðvitað út fé úr fjárhirslum ríkisins með dómi Landsréttar 22. mars 2024 í máli saksóknara gegn tveimur bræðrum sem stofnuðu og voru forráðamenn hins svo kallaða trúfélags Zúisma. Með fjársvikum og peningaþvotti á aðeins rúmum þriðjung þeirra 240 milljóna sem Ingu Sæland hefur tekist að svíkja úr ríkinu, fengu bræðurnir fangelsisdóma, annar fékk 18 mánuði, hinn tvö ár. Samtals þrjú og hálft ár í fangelsi fyrir fjársvikin.

Að svíkja fé út úr ríkinu er því alvarlegt mál. Ef Zúistadómurinn er viðmiðun og hlutfall peninga og dómsniðurstöðu svipað má ætla að Inga Sæland eigi yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi.

Siðleysið í fyrirrúmi

Ekki eiga stjórnmálamenn sem svindla fé út úr ríkissjóði að fá vægari dóm en aðrir. Hvar væri siðferðið þá og traust til hins opinbera? Hér þurfa starfsmenn kerfisins að taka sig í hnakkadrambið og starfa eftir þeim lögum sem Alþingi setur en allt lyktar þetta af pólitískri og vinabundinni spillingu. Ef Inga fær betri útreið en Zúistabræður, má jarða þetta fyrirkomulag og banna ríkinu að leggja fé til stjórnmálaflokka í náinni framtíð. Samkvæmt Morgunblaði dagsins:

„Skráðum stjórnmálasamtökum er gert grein að skila ríkisendurskoðenda ársreikningum árituðum af endurskoðendum. Í kjölfarið skal ríkisendurskoðandi birta ársreikninga með nöfnum allra lögaðila sem styrkja þá.“

Ekkert af þessu virðist hafa verið gert varðandi skúffufyrirtæki Ingu Sælands.

Ábyrgð yfirvalda

Mbl. skrifar:

„Af hálfu ríkisins er meginreglan sú að á fjárlögum er samþykkt heildarupphæð ætluð stjórnmálaflokkum, sem skiptast eftir atkvæðahlutfalli flokkanna í síðustu kosningum. Þó er eins konar „startgjald“ 12 milljónir króna sem allir flokkar fá óháð kjörfylgi eða þingstyrk.“

Hér er beinlínis verið að tæla óvandaða til að stofna stjórnmálaflokk á pappírnum til að svíkja fé úr ríkinu. Var það sú freisting sem varð Ingu Sæland að falli? Alla vega jarðaði hún siðferðið með því að sækja um og taka á móti 240 milljónum án þess að hafa fullnægt lagalegum skilyrðum.

Þess vegna er það hárrétt ákvörðun hjá fjármálaráðherranum að stöðva frekari greiðslur og láta fara fram rannsókn innan dyra á fjármálaráðuneytinu og láta starfsmenn sem ekki fylgja lögum sæta ábyrgð.

Hinu opinbera ber skylda til að ákæra Ingu Sæland fyrir fjársvik og peningaþvott. Verði það ekki gert mun djúpt sár rist í traust þjóðarinnar til hins opinbera.

Fara efst á síðu