Áform um stærsta vindorkugarð Noregs eru í hættu eftir atkvæðagreiðslu íbúanna í Modalen-sveitarfélaginu. 70% íbúanna höfnuðu vindorkugarðinum alfarið með stóru NEI. Endanleg ákvörðun um framhaldið verður tekin 10. apríl n.k.
Fyrirtækið Norsk Vind hannaði vindorkuverið, sem þekur 55 ferkílómetra á fjallsvæðinu. Vindorkugarðurinn hefur um 100 vindmyllur sem eru allt að 220 metra á hæð. Ef ráðist verður í framkvæmdir, þá verður þetta stærsti vindorkugarður Noregs og sá stærsti í Evrópu.
Upphafleg áætlun Norsk Vind var að byggja vindorkuver á fjallasvæði í Modalen, Masfjorden og Alver sveitarfélögunum fyrir norðan Bergen. Verkefnið, sem kallast „Hordavind“ átti að vera stærsta vindorkuver Evrópu en mætti fljótlega andspyrnu íbúa í Masfjorden og Alver. Norsk Vind hefur tilkynnt að hætt verði við verkefnið ef Modalen sveitarfélagið segir nei.
Í vikunni fór fram atkvæðagreiðsla í sveitarfélaginu um vindorkugarðinn og höfðu 307 íbúar kosningarétt. 186 kusu nei og 78 kusu já. Reiknað er með að stjórn sveitarfélagsins taki endanlega ákvörðun þann 10. apríl næstkomandi. Sigrunn Almelid Birkeland, vararbæjarstjóri, segir í viðtali við Bergens Tidende:
„Ég vil ekki spá fyrir um niðurstöður bæjarstjórnar, en íbúarnir hafa núna gefið mjög skýr ráð.“
