500% aukning dauðsfalla bólusettra barna

Kalli Snæ, réttu nafni Guðmundur Karl Snæbjörnsson, er mörgum kunnur fyrir einarða afstöðu gegn drottnun lyfjarisanna sem keypt hafa margan lækninn til að þegja um Covid bóluefnin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld eru ekki undanskilin eins og glöggt kemur í ljós við lestur nýlegrar færslu Kalli Snæ á Facebook. Þjóðólfur hafði samband við Kalla Snæ sem veitti góðfúslegt leyfi fyrir mynd og texta færslunnar sem birt er hér að neðan. Hann var hress að vanda og samþykkti einnig að koma í viðtal til Þjóðólfs sem vonandi verður tilbúið til birtingar í næstu viku.

Kalli Snæ skrifar:

Rannsókn sýndi 500% aukningu dauðsfalla meðal barna sem höfðu verið „bólusett“ gegn Covid með mRNA efnunum. Rannsóknin tók til 64.000 barna og unglinga sem leiddi í ljós að bólusett börn voru sex sinnum líklegri að deyja en óbólusett börn.

Í grein höfundanna þá voru þeir að leita eftir hver aukning astmatilfella barna var af covid og bólusetningu gegn Covid. Niðurstaða þessarar umfjöllunar hér var grafin djúpt í rannsókninni, grein sem var birt fyrr á þessu ári. 𝐺𝘳𝑒𝘪𝑛𝘪𝑛 𝑏𝘦𝑛𝘵𝑖 𝑎́ 𝐶𝘰𝑣𝘪𝑑 𝑏𝘰́𝑙𝘴𝑒𝘵𝑛𝘪𝑛𝘨𝑢 𝑠𝘦𝑚 𝑜𝘳𝑠𝘰̈𝑘 𝑣𝘢𝑥𝘢𝑛𝘥𝑖 𝑡𝘪𝑙𝘧𝑒𝘭𝑙𝘢 𝘯𝑦́𝘬𝑜𝘮𝑖𝘯𝑠 𝑎𝘴𝑡𝘮𝑎 ℎ𝘫𝑎́ 𝑏𝘰̈𝑟𝘯𝑢𝘮.

Hins vegar kom í ljós aukin tíðni dauðsfalla meðal barna, en sem höfundar lögðu enga áherslu á, eða minntust ekkert á nema svona rétt aðeins í lok niðurstaðna þeirra.

Aukning dauðsfalla bólusettra barna var djúpt grafið í gögnunum


Alex Berenson hafði séð þetta misræmi í umfjöllun og áherslum höfundanna og benti rækilega á þessa staðreynd: Aukin tíðni dauðsfalla meðal bólusettra barna. Sjá hér í substack hans.

Rannsókn þessi var gerð af fremstu vísindamönnum Taiwan við Taívan’s Institute of Public Health og Chung Shan Medical University Hospital í Taichung City – og var rannsókninni stýrt af prof Chiao-Yu Yang og niðurstöður höfunda birtar í Springer Medical Journal, Infection The association between COVID-19 vaccine/infection and new-onset asthma in children – based on the global TriNetX database.

Í „niðurstöðum“ greinarinnar segir svo:

„Rannsóknin sýnir sterk tengsl milli COVID-19 sýkingar og aukinnar hættu á nýkomnum astma hjá börnum, sem er að miklu meira áberandi hjá þeim sem eru bólusettir, eða sem hér segir:

  • 4,7% óbólusettra barna fengu astma eftir Covid sýkingu, en…
  • 8,3% bólusettra fengu astma sem fengu Covid eftir að hafa vera bólusett.“

En þegar var rýnt nánar í gögn rannsakenda kom í ljós að þessar tölur vísuðu til astma eða dauða þeirra, en aðeins skráður fjöldi astma tilvika.

Galnara verður það vart – Forðist slíkan áróður hættulegt heilsu barna og fullorðinna

Berenson greindi gögn rannsóknarinnar í færslu sinni á Substack og skrifaði:

„Þeir sýna að 354 af 64.000 börnum og unglingum sem fengu Covid mRNA sprautu dóu innan árs eftir bólusetningu – dánartíðni upp á næstum sex börn á hverja 1.000. Aftur á móti dóu aðeins 309 af 320.000 óbólusettum börnum, færri en eitt af hverjum 1.000. Bæði munurinn og dánartíðnin sem greint er frá í rannsókninni er átakanlega mikill (fram kemur af gögnunum að Covid Sýkingar ollu ekki aukningu dauðsfalla).“

Á heimasíðu Landlæknis vilja heilbrigðisyfirvöld bólusetja börn frá 5 ára aldri og alla heilbrigðisstarfsmenn frá 18 ára (sjá pdf að neðan).



Fara efst á síðu